Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. nóvember 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Magnús Þór í Keflavík (Staðfest)
Magnús í leik með Keflavík árið 2013.  Hann er nú kominn aftur í uppeldisfélagið.
Magnús í leik með Keflavík árið 2013. Hann er nú kominn aftur í uppeldisfélagið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík hefur fengið varnarmanninn Magnús Þór Magnússon til liðs við sig frá Njarðvík.

Magnús er 26 ára gamall miðvörður en hann er uppalinn hjá Keflavík.

Magnús spilaði sína fyrstu leiki með meistaraflokki Keflavíkur árið 2009.

Undanfarin fjögur ár hefur Magnús spilað með nágrönnunum í Njarðvík en hann var valinn bestur þar á síðasta tímabili.

„Stjórn knattspyrnudeildar keflavíkur fagnar því að Magnús sé kominn aftur heim og vonast til þess að hann verði lykilmaður í liðinu til næstu ára," segir á Facebook síðu Keflvíkinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner