Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. janúar 2023 13:53
Brynjar Ingi Erluson
Juranovic semur við Union (Staðfest)
Mynd: EPA
Króatíski landsliðsbakvörðurinn Josip Juranovic er genginn til liðs við Union Berlín í Þýskalandi en hann kemur frá skoska stórveldinu Celtic.

Juranovic var frábær í liðið Króata er liðið komst í undanúrslit heimsmeistaramótsins í Katar í desember.

Þessi 27 ára gamli leikmaður hefur gert ágætis hluti með Celtic frá því hann kom frá Legia Varsjá fyrir tveimur árum en hefur nú tekið stökkið í þýsku deildina.

Í dag skrifaði hann undir langtímasamning við Union Berlín og er kaupverðið talið nema um 7,5 milljónir punda.

Hann er annar leikmaðurinn sem Union fær til félagsins í þessum glugga á eftir Jerome Roussillon.
Athugasemdir
banner
banner