fös 22. mars 2019 09:30
Arnar Helgi Magnússon
Hrafnhildur Hauks til Svíþjóðar (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrafnhildur Hauksdóttir er gengin til liðs við Göteborg DFF en liðið spilar í sænsku C-deildinni. Hrafnhildur kemur til liðsins frá Val en hún spilaði með Selfyssingum síðasta sumar þar sem hún var á láni.

Hrafnhildur spilaði fjórtán leiki fyrir Selfoss á síðasta tímabili. Hún á að baki fjóra A-landsliðsleiki og 22 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

„Ég er mjög ánægð í þessu liði. Það er mjög mikill metnaður í þessu og það er svona Selfoss-uppbyggingar stemning í þessu," sagði Hrafnhildur í samtali við Fótbolta.net.

Óvíst er hversu lengi Hrafnhildur verður hjá félaginu en það veltur á náminu hennar.

„Það fer eftir því hvort að ég komist inn í 3. árið í lyfjafræðinni hérna í Gautaborg í haust. Ef það gerist þá verð ég hér en ef ekki þá kem ég heim í Pepsi Max."

Ágúst Elí Björgvinsson er kærasti Hrafnhildar en hann spilar handbolta með Sävehof í Gautaborg. Hann spilaði einnig með íslenska landsliðinu á HM í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner