mið 22. maí 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Alessandro Nesta látinn fara frá Perugia (Staðfest)
Alessandro Nesta er farinn frá Perugia
Alessandro Nesta er farinn frá Perugia
Mynd: Getty Images
Ítalska B-deildarliðið Perugia hefur ákveðið að láta Alessandro Nesta taka poka sinn eftir liðinu mistókst að tryggja sæti sitt í efstu deild.

Nesta er flestum kunnugur en hann var eitt sinn besti varnarmaður heims og varð meðal annars heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006 auk þess sem hann lék með liðum á borð við AC Milan og Lazio.

Hann fór í þjálfun eftir ferilinn og tók við Miami FC þar sem hann stýrði liðinu í eitt ár áður en hann tók við Perugia á þessu tímabili.

Hann kom liðinu í umspil um sæti í Seríu A en liðið er úr leik eftir að hafa tapað fyrir Verona, 4-1.

Perugia hefur ákveðið að láta Nesta fara frá félaginu en Perugia mun horfa til Massimo Oddo. Sá hefur þjálfað Pescara, Udinese og Crotone en hann var einmitt einnig í sigurliði Ítalíu árið 2006 og lék þá einnig fyrir Milan og Lazio.
Athugasemdir
banner
banner