Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. júlí 2019 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gladbach kaupir Marcus Thuram (Staðfest)
Marcus í unglingalandsleik með franska u18 ára landsliðinu.
Marcus í unglingalandsleik með franska u18 ára landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Borussia Mönchengladbach hefur gengið frá kaupunum á Marcus Thuram frá Guingamp.

Marcus er 21 árs gamall framherji sem kemur kostar Gladbach um 11 milljónir punda. Thuram semur til fjögurra ára við Gladbach.

Hann kom til Guingamp frá Sochaux árið 2017 og skoraði 17 mörk í 72 leikjum í öllum keppnum. Á síðustu leiktíð skoraði Marcus níu deildarmörk fyrir Guingamp en það dugði liðinu ekki til þess að halda sér í Ligue 1 og leikur i Ligue 2 á komandi leiktíð.

Marcus er sonur hins frábæra varnarmanns, Lilian Thuram, sem varð meðal annars heimsmeistari með franska landsliðinu árið 1998.

Thuram er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Gladbach en fyrr í sumar fékk liðið varnarmanninn Stefan Lainer frá Red Bull Salzburg, kantmanninn Breel Embolo frá Schalke og markvörðinn Max Grün frá Darmstadt.

Þá hefur Gladbach selt Thorgan Hazard til Dortmund og Josip Drmic fór á frjálsri sölu til Norwich.

Í febrúar var Thuram orðaður við Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner