mán 22. október 2018 14:27
Arnar Daði Arnarsson
Hedlund framlengir við Val (Staðfest)
Hedlund í leik með Val í sumar.
Hedlund í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænski miðvörðurinn Sebastian Hedlund hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals til tveggja ára. Þetta tilkynnti Valur á Facebookar síðu sinni.

Hedlund gekk í raðir Vals um mitt sumar eftir að Rasmus Christiansen fótbrotnaði og var frá allt tímabilið.

„Hedlund og Eiður Aron náðu einstaklega vel saman og mynduðu eitt allra sterkasta miðvarðapar deildarinnar," segir í tilkynningunni frá Val.

Hedlund sem er 23ja ára á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Svía og spilaði einnig með Olympíuliði Svía 2016. Meðal liða sem Hedlund hefur leikið með eru GAIS, Kalmar og Schalke.

Hedlund lék 10 leiki með Val í Pepsi-deildinni í sumar og þá lék hann einnig einn Evrópuleik með Valsmönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner