mið 23. janúar 2019 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Krzysztof Piatek semur við Milan (Staðfest)
Krzysztof Piatek er genginn til liðs við Milan
Krzysztof Piatek er genginn til liðs við Milan
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið AC Milan er búið að fylla skarðið sem Gonzalo Higuain skildi eftir sig er hann samdi við Chelsea í kvöld en Krzysztof Piatek er kominn frá Genoa. Þetta staðfesti Milan nú rétt í þessu.

Piatek, sem er 23 ára gamall, kemur frá Póllandi og hefur heldur betur heillað með Genoa á þessari leiktíð.

Hann er með 19 mörk í 21 leik fyrir Genoa í deild- og bikar en hann er næst markahæstur í ítölsku deildinni á eftir þeim Cristiano Ronaldo, Fabio Quagliarella og Duvan Zapata.

Hann er nú mættur til AC MIlan og gerir hann fjögurra og hálfs árs samning við félagið en kaupverðið er 35 milljónir evra.

Hann kemur í stað Gonzalo Higuain sem er farinn til Chelsea en Higuain var á láni hjá Milan frá Juventus.
Athugasemdir
banner
banner