mið 23. janúar 2019 18:00
Magnús Már Einarsson
Reyes í spænsku B-deildina (Staðfest)
Jose Antonio Reyes.
Jose Antonio Reyes.
Mynd: Getty Images
Jose Antonio Reyes, fyrrum kantmaður Arsenal, hefur samið við Extremadura sem er í fallbaráttu í spænsku B-deildinni.

Hinn 35 ára gamli Reyes spilaði síðast með Xinjiang Tianshan Leopard í Kína.

Reyes kom til Arsenal á 17 milljónir punda frá Sevilla í janúar 2004 en á þeim tíma þótti það mjög há fjárhæð.

Reyes náði aldrei að slá almennilega í gegn hjá Arsenal en hann lék síðar með Real Madrid, Atletico Madrid og Sevilla.

Hann mun nú hjálpa Extremadura sem er í fjórða neðsta sæti í spænsku B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner