Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 23. janúar 2023 11:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rebekka í Val (Staðfest)
Aftur mætt í rautt.
Aftur mætt í rautt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rebekka Sverrisdóttir er gengin í raðir Vals en hún kemur frá uppeldisfélagi sínu KR. Hún spilar oftast í vörninni.

Rebekka, sem fædd er árið 1992, þekkir ágætlega til á Hlíðarenda því hún lék með Val á árunum 2014-2016. Fyrir utan þau þrjú tímabil hefur Rebekka alla tíð leikið með KR.

Hún hefur leikið 141 deildarleik og skorað í þeim eitt mar. Hún spilaði á sínum tíma sextán leiki með yngri landsliðum Íslands.

Samningur hennar við Val gildir út næsta tímabil. Valur varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili en KR féll úr Bestu deildinni og var Rebekka fyrirliði liðsins.


Athugasemdir
banner
banner