Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2019 11:21
Elvar Geir Magnússon
Ludovit Reis til Barcelona (Staðfest)
Ludovit Reis.
Ludovit Reis.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur fengið til sín 18 ára miðjumann frá Groningen í Hollandi, Ludovit Reis.

Reis hefur spilað 50 leiki fyrir aðallið Groningen og náði að heilla njósnara Barcelona sem hafa verið að fylgjast með honum undanfarna tólf mánuði.

Katalónska stórliðið kaupir Reis fyrir 8 milljónir evra en hann mun fyrst fara inn í varalið Barcelona. Börsungar reikna þó með því að hann veðri fljótur að vinna sig inn í aðalliðshópinn.

Reis spilar fyrir U19 landslið Hollands en báðir foreldrar hans eru frá Slóvakíu. Í október 2017 varð Reis fyrsti leikmaðurinn sem fæddist eftir 1. janúar 2000 til að skora í hollensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner