fim 23. maí 2019 10:18
Elvar Geir Magnússon
Þessir fjórir eru líklega næstir út um dyrnar á Old Trafford
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er byrjaður að vinna í því að endurnýja leikmannahópinn.

Ander Herrera og Antonio Valencia eru þegar farnir en Matteo Darmian, Marcos Rojo, Juan Mata og Romelu Lukaku eru einnig líklegir út um dyrnar á Old Trafford.

Lukaku er á óskalista Everton en belgíski sóknarmaðurinn byrjaði aðeins 15 af 29 leikjum undir stjórn Solskjær á síðasta tímabili.

Samningur Mata er að renna út og hann hefur ekki náð samkomulagi um nýjan samning.

Rojo hefur lítið getað spilað vegna meiðsla og Darmian lék aðeins sjö leiki á liðnu tímabili.

Meðal leikmanna sem eru á óskalista Solskjær eru Harry Maguire hjá Leicester, Kalidou Koulibaly hjá Napoli, Aaron Wan-Bissaka hjá Crystal Palace, Daniel James hjá Swansea og Nicolas Pepe sóknarmaður Lille.

Solskjær hefur einnig mikinn áhuga á að fá Jadon Sancho frá Borussia Dortmund en fyrst Manchester United mistókst að komast í Meistaradeildina minnkar það líkurnar.

Adrien Rabiot, miðjumaður PSG, og Declan Rice, miðjumaður West Ham, hafa einnig verið orðaðir við United.
Athugasemdir
banner
banner