þri 23. október 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Berlusconi fær Brocchi til Monza (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Monza er búið að ráða Cristian Brocchi sem nýjan þjálfara eftir fimm deildarleiki í röð án sigurs. Marco Zaffaroni var rekinn úr þjálfarastólnum.

Monza er í C-deildinni á Ítalíu og var keypt af Silvio Berlusconi, fyrrverandi eiganda AC Milan, í sumar.

Monza byrjaði tímabilið á þremur sigrum í röð en undanfarnar vikur hefur hins vegar gengið illa. Því ákvað Berlusconi að vera snöggur að bregðast við og skipta um þjálfara.

Berlusconi og Brocchi þekkjast vel frá tíma þeirra saman hjá Milan en Brocchi stýrði unglingaliðinu í tvö ár og aðalliðinu í einn og hálfan mánuð, eftir að hafa spilað fyrir félagið í sjö ár.

Monza er í 8. sæti C-deildarinnar og stefnir á að fara upp í Serie B næsta vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner