Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. mars 2019 19:26
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Cleverley: Gleymi aldrei hvað Ferguson sagði í klefanum eftir leikinn
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Tom Cleverley.
Tom Cleverley.
Mynd: Getty Images
Spennan var gríðarleg fyrir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2011/12, Manchester United og Manchester City voru í baráttu um Englandsmeistaratitilinn.

Í lokaumferðinni heimsótti Manchester United, Sunderland þar sigruðu Rauðu djöflarnir 0-1. Lengi vel stefndi í að rauða liðið í Manchester yrði Englandsmeistari þar sem Manchester City lenti í miklum vandræðum með QPR en City tókst á ótrúlegan hátt að vinna eftir að hafa lent marki undir, tvö mörk City í uppbótartíma tryggðu þeim Englandsmeistaratitilinn.

Tom Cleverley núverandi leikmaður Watford og fyrrum leikmaður Manchester United sagði frá þessum ótrúlega lokadegi í viðtali við heimasíðu félagsins. Hann segist ekki enn þann dag í dag geta hlustað á þulinn Martin Tyler þegar hann lýsir loka mínútunum í leik Manchester City og QPR.

„Ég bara get ekki hlustað á þetta, ég verð að slökkva á þessu ef ég heyri þetta. Besti vinur minn upplifir það sama, hann bara getur ekki hlustað á þetta. Þetta augnablik rifjast svo fljótt upp ef maður heyrir þetta, að tapa á móti erkifjendum okkar á markatölu og að auki með einni af síðustu spyrnum tímabilsins, hlutirnir gerast varla mikið verri en það."

Cleverley segir að hann muni aldrei gleyma því hvað stjórinn Sir Alex Ferguson sagði eftir leikinn. „Ég hef sagt ykkur þetta áður, þetta er ástæðan fyrir því að ég sagði ykkur að sýna andstæðingnum aldrei neina miskun og þið ættuð alltaf að reyna gera út um leikina af því að markatalan getur ráðið úrslitum þegar upp er staðið."

„Og þetta var rétt hjá honum, á þessu tímabili unnum við nokkra leiki 3-0 og 4-0 en þrátt fyrir það var hann ekki ánægður, það segir allt um hversu mikill sigurvegari hann var. Ef við hefðum gert eins og hann sagði, skorað meira af mörkum og verið ákveðnari við að drepa leikina hefðum við orðið meistarar þetta tímabil. En ef við hefðum orðið meistarar, þá er ég ekki viss um að við hefðum unnið deildina jafn örugglega og við gerðum árið eftir þetta," sagði Cleverley
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner