Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 24. mars 2019 10:25
Arnar Daði Arnarsson
Lamarca í Njarðvík (Staðfest)
Guillermo González Lamarca
Guillermo González Lamarca
Mynd: Njarðvík
Njarðvík hefur samið við spænska framherjann Guillermo González Lamarca um að spila með liðinu í Inkasso-deildinni í sumar.

Lamarca, sem er 29 ára gamall, er alinn upp hjá Atlético Madrid á Spáni en hefur síðan þá spilað með félögum á borð við CF Rayo Majadahonda, CD Canillas, PFC Lokomotiv Plovdiv, Las Rozas CF, Escuela Deportiva Moratalaz, The Spartans FC. Hann hefur skorað yfir 150 mörk á ferlinum.

Hann lék með Skallagrím síðasta sumar í 4. deildinni þar sem hann skoraði 20 mörk á Íslandsmótinu.

„Lamarca er stór framherji, um 190 cm á hæð, hraður og sterkur í loftinu og á vonandi eftir að styrkja Njarðvík í Inkasso deildinni í sumar. Hann kom til móts við Njarðvíkurliðið í Tyrklandi nú á dögunum," segir í tilkynningu frá Njarðvík um félagaskiptin.

Komnir:
Atli Geir Gunnarsson frá Keflavík
Alexander Helgason frá Haukum
Davíð Guðlaugsson frá Víði Garði
Denis Hoda frá KH
Andri Gíslason frá Víði G.
Guillermo González Lamarca frá Skallagrími

Farnir:
Luka Jagacic í Reyni S.
Magnús Þór Magnússon í Keflavík
Neil Slooves til Skotlands
Athugasemdir
banner
banner