Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. apríl 2019 16:22
Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson í Breiðablik (Staðfest)
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson er genginn í raðir Breiðabliks frá Val en þetta staðfesti Ágúst Gylfason þjálfari Kópavogsliðsins við Fótbolta.net í dag.

„Ég get tilkynnt að hann er kominn til okkar og mætir á æfingu á morgun," sagði Ágúst við Fótbolta.net.

Arnar Sveinn er 28 ára gamall og uppalinn í Val. Hann hefur spilað 165 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 13 mörk en auk Vals hefur hann spilað með KH, Fram og Víkingi Ólafsvík.

Arnar Sveinn hefur spilað sem hægri bakvörður í Val en þar er fyrir Jonathan Hendrickx. Ágúst staðfesti að Hendrickx gæti yfirgefið félagið en þó ekki fyrr en á miðju sumri.

„Það var belgískt félag sem hafði samband við okkur og vildi nýta hans krafta. Það gæti farið svo að hann fari um mitt sumar. Það er á viðræðustigi og kemur í ljós fljótlega hvernig það verður. Við reiknum með að það gangi eftir."
Athugasemdir
banner
banner