Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 24. apríl 2019 10:49
Arnar Daði Arnarsson
Magni fær tvo á láni frá KA (Staðfest)
Hjörvar í leik með KA síðasta sumar.
Hjörvar í leik með KA síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lið Magna í Inkasso-deildinni hefur fengið tvo leikmenn til sín fyrir átökin í sumar.

Þetta eru þeir Hjörvar Sigurgeirsson og Angantýr Máni Gautason sem koma á láni frá Pepsi Max-deildarliði KA.

Hjörvar er fæddur árið 1998 og lék hann 11 leiki fyrir KA í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð. Hörvar er í námi í Svíþjóð en hann kemur til liðs við Magna í maí.

Angantýr er fæddur 2000 og mun hann taka slaginn með Magna í Inkasso í sumar. Hann hefur spilað með Magna á undirbúningstímabilinu.

Töluverðar breytingar hafa orðið á liði Magna frá síðasta sumri. Liðinu var spáð neðsta sæti í spá þjálfara og fyrirliða í deildinni.

Komnir:
Angantýr Máni Gautason frá KA
Frosti Brynjólfsson frá KA (Á láni)
Gauti Gautason frá Þór
Ingólfur Birnir Þórarinsson frá KA
Patrekur Hafliði Búason frá KA
Tómas Veigar Eiríksson frá KA (Á láni)
Viktor Már Heiðarsson frá KA
Þorsteinn Ágúst Jónsson frá KA
Aron Elí Gíslason frá KA (á láni)
Hjörvar Sigurgeirsson frá KA (á láni)

Farnir:
Bjarni Aðalsteinsson í KA (var á láni)
Brynjar Ingi Bjarnason í KA (var á láni)
Ívar Örn Árnason í KA (var á láni)
Jón Alfreð Sigurðsson í Stjörnuna (var á láni)
Ólafur Aron Pétursson í KA (var á láni)
Sigurður Marinó Kristjánsson í Þór
Þorgeir Ingvarsson í Fjölni (var á láni)


Athugasemdir
banner
banner