banner
   mán 25. mars 2019 13:45
Arnar Daði Arnarsson
„Gæji sem drullar með Selfoss í Inkasso farinn að leikgreina heimsmeistarana"
Icelandair
Kristján Óli ásamt Maggi Gylfa sem er í landsliðsnefnd karla landsliðsins.
Kristján Óli ásamt Maggi Gylfa sem er í landsliðsnefnd karla landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Gunnar Borgþórsson á Stade de France í gær.
Gunnar Borgþórsson á Stade de France í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fréttamannafundi landsliðsins sem haldinn var á Laugardalsvelli þegar landsliðshópurinn var tilkynntur fyrir leiki Íslands gegn Andorra og Frakklands í undankeppni EM 2020 var einnig tilkynnt hverjir hjálpa þjálfarateyminu að leikgreina andstæðinga Íslands.

Í þeim hópi er Gunnar Borgþórsson, fyrrum þjálfari Selfoss sem hætti með liðið síðasta sumar eftir lélegt gengi. Tímabilið hjá Selfossi endaði með því að liðið féll úr Inkasso-deildinni.

Kristján Óli Sigurðsson, einn af spekingunum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. Hann hefur skoðun á þessu eins og svo mörgu.

„Allt klárt. Ég fór til Moldavíu og greindi Frakkana í tætlur. Mbappe er mjög fljótur og ALLS ekki hleypa Griezmann á vinstri fótinn. Gæji sem drullar með Selfoss í Inkasso farinn að leikgreina heimsmeistarana. Can’t make this shit up," skrifar Kristján Óli á Twitter síðu sína.

Þess má geta að Davíð Snorri Jónasson sá um að leikgreina Frakka á HM í Rússlandi í fyrra en hann er nú staddur í verkefni með U17-landsliðinu og gat því ekki séð um að leikgreina leik heimsmeistarana gegn Moldavíu. Gunnar fór því í það verkefni.

Ísland mætir Frökkum á Stade de France í París í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma í öðrum leik sínum í undakeppni EM 2020. Ísland vann Andorra á föstudaginn 2-0 í Andorra.

Hægt er að sjá færslu Kristjáns hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner