Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. apríl 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Málfríður Erna hefur lagt skóna á hilluna
Málfríður Erna í leik með Val á undirbúningstímabilinu.
Málfríður Erna í leik með Val á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn reynslu mikli miðvörður, Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta staðfesti Pétur Pétursson þjálfari Vals við Fótbolta.net.

„Hún tilkynnti mér það á föstudaginn langa að vegna fjölskylduástæðna hafi hún tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna," sagði Pétur við Fótbolta.net.

Daginn áður lék Valur í úrslitum Lengjubikarsins þar sem liðið tapaði 3-1 fyrir Íslandsmeisturum Breiðabliks. Þar sat Málfríður Erna sem ónotaður varamaður allan leikinn.

Málfríður er 35 ára varnarmaður sem á 35 landsleiki á bakinu auk 293 meistaraflokksleiki hér á landi.

Hún lék sinn fyrsta mótsleik með Val sumarið 2000 og lék með Val allan sinn feril að undanskyldum tveimur tímabilum með Breiðabliki sumrin 2016 og 2017. Hún lék alla 18 leiki Vals í Pepsi-deildinni í fyrra.

Varst þú með Málfríði í þínu draumaliði? Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner