banner
   sun 25. ágúst 2019 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Kicker 
Rúrik í agabanni vegna atviks á æfingu
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Rúrik Gíslason var ekki með Sandhausen þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Heidenheim í þýsku B-deildinni í dag.

Samkvæmt því sem kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag þá var Rúrik ekki með þar sem verið var að refsa honum fyrir eitthvað sem gerðist í liðinni viku.

Uwe Koschinat, þjálfari Sandhausen, vildi ekki gefa upp hvað það var sem Rúrik gerði, en hann hefði brotið agareglur á æfingu og því ekki leikið með Sandhausen um helgina.

Rhein-Neckar-Zeitung segir að Rúrik hafi ekki verið með í leiknum þar sem hann hafi gerst sekur um hefnibrot á æfingu.

Koschinat sagði að Rúrik myndi mæta á æfingu hjá Sandhausen á morgun og verði því væntanlega með í næsta leik, í Íslendingaslag gegn Darmstadt á föstudag.

Rúrik er landsliðsmaður og er í baráttunni um að vera með í landsliðshópnum sem tekur þátt í leikjum gegn Moldavíu og Albaníu í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner