Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. apríl 2019 10:08
Arnar Daði Arnarsson
Audrey Rose Baldwin í HK/Víking (Staðfest)
Audrey Rose Baldwin er komin í HK/Víking.
Audrey Rose Baldwin er komin í HK/Víking.
Mynd: Facebook - Víkingur R.
HK/Víkingur hefur fengið til sín markvörðinn, Audrey Rose Baldwin.

Audrey Rose er 27 ára bandarískur markvörður sem lék með Keflavík sumarið 2015 í 1. deildinni og Fylki í Pepsi-deildinni sumarið 2016.

Á ferli sínum hefur hún einnig leikið í Portúgal, Danmörku, Kosovó, Ísrael og Frakklandi.

Hún kemur til HK/Víkings frá Ísrael þar sem hún spilaði með FC. Ramat HaSharon í vetur.

„Af þessari upptalningu má ljóst vera að Audrey hefur komið víða við og býr af mikilli reynslu og án þess að þekkja mikið til Everybody Soccer, sem árið 2018 setti Audrey í 49. sæti yfir bestu markverði heims þá verður spennandi að fylgjast með henni endurnýja kynni sín af Íslenskri knattspyrnu í sumar. Við bjóðum Audrey Rose Baldwin velkomna í lið HK/Víkings og væntum öflugrar samkeppni um markvarðarstöðu liðsins á komandi tímabili," segir í tilkynningu frá HK/Víkingi.

HK/Víkingi er spáð neðsta sætinu í spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deildina í sumar.

Audrey Rose er mætt í Draumaliðsdeildina. Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner