banner
   sun 26. maí 2019 14:05
Ívan Guðjón Baldursson
Adem Ljajic til Besiktas (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Adem Ljajic er genginn til liðs við Besiktas í tyrkneska boltanum eftir átta ára dvöl í Serie A. Hann gerði frábæra hluti á lánssamningi hjá Besiktas á tímabilinu og skoraði 9 mörk í 27 deildarleikjum.

Ljajic leikur framarlega á miðjunni og á yfir 200 leiki að baki í Serie A, flesta fyrir Fiorentina, Roma og Torino og einnig 25 fyrir Inter.

Hann verður 28 ára í september og hefur gert 8 mörk í 37 landsleikjum með Serbíu.

Þrátt fyrir sín miklu gæði hefur verðmiðinn á Ljajic aldrei verið sérlega hár og borgar Besiktas aðeins sex milljónir evra fyrir hann, auk rúmrar milljónar fyrir lánið.

Besiktas endaði í þriðja sæti tyrknesku deildarinnar í ár og fer því beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner