Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. júní 2019 15:49
Arnar Daði Arnarsson
Gulli Gull kom að liðsfélaga sínum í heitum potti korter fyrir leik
Iddi Alkhag í leik með HK sumarið 2008.
Iddi Alkhag í leik með HK sumarið 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Egill Tómasson
Mynd: Fótbolti.net - Egill Tómasson
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks er gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið. Þar fær Jóhann Skúli til sín leikmenn sem velja draumalið sitt með leikmönnum sem þeir hafa spilað með á ferlinum.

Í þættinum með Gunnleifi Gunnleifssyni fer Gulli yfir nokkra af þeim útlendingum sem hann hefur spilað með á ferlinum. Einn af þeim er danski sóknarmaðurinn, Iddi Alkhag sem gekk í raðir HK snemma árs 2008.

„Við fengum fullt af útlendingum á þessum tíma," sagði Gulli og byrjaði síðan að lýsa Dananum.

„Iddi Alkhag var ógeðslega fljótur og kom í HK-liðið sem var kannski ekki beint frábært fótboltalið en mikið hjarta og við lögðum okkur rosalega mikið fram. Hann gerði til að mynda þrennu á móti Val, það var stórkostlegt," minnist Gunnleifur á en byrjar síðan á sögunni um Iddi.

„Einu sinni kem ég inn í klefa eftir upphitun, korter í leik og er að fara í búninginn minn. Ég fer inn í sturtuklefa til að ná í eitthvað og þá er hann í pottinum. Hann átti að byrja inná og það er korter í leik. Ég spyr hann hvað hann sé að gera og spyr hvort hann eigi ekki að vera hita upp. "Ég er bara að míkja á mér skrokkinn, mér líður miklu betur í pottinum. Þá kem ég mjúkur og heitur í leikinn." Síðan byrjaði leikurinn og hann gat ekki neitt," sagði Gunnleifur sem hefur greinilega mjög gaman að þessari sögu í dag en spurning er hvort hann hafi haft jafn mikinn húmor fyrir þessu á sínum tíma.

Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér.
Athugasemdir
banner
banner