Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. september 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Segist ekki hafa kosið Messi - Breytti FIFA atkvæðinu?
Messi vann kjörið.
Messi vann kjörið.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi var í vikunni valinn knattspyrnumaður ársins í heiminum hjá FIFA en um er að ræða val landsliðsþjálfara, fyrirliða og blaðamanna.

Zdravko Logarusic, landsliðsþjálfari Súdan, og Juan Barrera, fyrirliði Nikaragúa, hafa nú báðir stigið fram og sagt að atkvæði þeirra hafi ekki verið rétt skráð.

Logarusic og Barrera eru báðir sagðir hafa valið Messi bestan á vef FIFA. Þeir segja það hins vegar ekki rétt. Lugarisic segist hafa valið Mohamed Salah bestan og Barrera segist ekki hafa kosið Messi eins og FIFA segir.

„Ég kaus ekki Messi. Ég var hissa á að vera á lista yfir þá fyrirliða sem kusu Messi og það er engin útskýring á því hvernig þetta gerðist," sagði Barrera.

Egyptar eru einnig ósáttir en atkvæði landsliðsþjálfarans Shawki Ghareeb og fyrirliðans Ahmed Elmohamady töldu ekki valinu þó þeir segjast báðir hafa skilað sínum kjörseðlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner