Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. júní 2018 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ragnar Sigurðsson hættur í landsliðinu
Icelandair
Ragnar á 80 landsleiki fyrir Ísland.
Ragnar á 80 landsleiki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason.
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson er hættur í íslenska landsliðinu. Hann greinir frá þessu á Instagram.

Ragnar er aðeins 32 ára en hann segir á Instagram að nú sé kominn tími á að yngri leikmenn taki við í vörninni.

„Þvílík ferð sem þetta hefur verið. Við vildum meira út úr þessu Heimsmeistaramóti en heppnin var ekki með okkur. Það hefur verið heiður að spila fyrir þjóð mína með vinum mínum og að hafa náð þessum árangri. Nú er kominn tími fyrir yngri strákanna að taka við vörninni. Miklar þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í þessu ótrúlega ferðalagi," skrifar Raggi á Instagram.

Svo virðist sem hans síðasti landsleikur hafi komið gegn Króatíu á HM í Rússlandi í gærkvöldi.

Besta miðvarðarpar Íslandsssögunnar að kveðja?
Allt bendir til þess að Ragnar sé hættur og líklegt er að félagi hans í vörninni til margra ára, Kári Árnason sé líka hættur. Kári er orðinn 34 ára gamall en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði frá því í gær, fyrstu allra, að Kári væri hættur. Hann sagði einnig að Ólafur Ingi Skúlason væri hættur.

Í viðtali eftir leikinn sagði Kári að það væri ekki öruggt að hann væri hættur með landsliðinu.

„Er hann búinn að greina frá því? Já, það er gott að hann tekur ákvörðun um það."

„Ég get ekki sagt nei við landsliðinu. Mín stoltustu augnablik á lífsleiðinni hafa komið með landsliðinu. Ég er mjög stoltur af því að hafa verið partur af þessu liði og stoltur af þessum strákum."

„Ég ætla ekki að koma með stórar yfirlýsingar um að ég sé hættur með landsliðinu en það lítur svolítið þannig út," sagði Kári sem útilokaði þó ekkert.

„Okkar mesta legend (Eiður Smári Guðjohnsen) brenndi sig svolítið á því að segja að hann væri hættur og síðan kom hann aftur. Það að fara á HM með liðinu var draumur fyrir okkur alla. Stoltustu augnablik mín í fótboltanum og lífinu hafa komið með þessu liði. Ég er gríðarlega stoltur af því að hafa verið partur af þessu. Ég er stoltur af því að hafa átt þátt í því að við komumst á EM og HM. Ég er mjög stoltur af liðinu í dag líka. Við vorum flottir í dag og við verðskulduðum meira úr þessum leik."

Kári og Ragnar eru okkar besta miðvarðarpar í sögunni en nú munu einhverjir aðrir taka við keflinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner