Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 28. júlí 2020 20:43
Daníel Smári Magnússon
Jóhannes Karl: Svona er fótboltinn
Jóhannes sá margt jákvætt í leik KR
Jóhannes sá margt jákvætt í leik KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í rauninni var þetta bara hnífjafn leikur. Mér fannst við skapa okkur fleiri færi en þær hins vegar klára sitt. Það var bara vilji í báðum liðum til að sækja þrjú stig og sást að það var hellingur undir. Það lið sem að tók þrjú stig í dag er svolítið að losa sig uppúr þessum botnpakka,'' sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR eftir 2-1 tap gegn Þór/KA í Pepsi-Max deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  1 KR

Leikurinn var ekki áferðafallegur í fyrri hálfleik en bæði lið skiptu um gír í seinni hálfleik og var hann mun opnari og betur spilaður.

„Við náttúrulega bara fundum að við vorum ekki að spila okkur leik í fyrri hálfleik. Við vorum alltof mikið bara að leita að úrslitasendingunni strax og ætluðum að gera þetta einfalt. Við ræddum það í hálfleik að fara meira inní okkar fótbolta, láta boltann ganga inná miðjuna og reyna að búa eitthvað til fyrir fremstu mennina frekar en að sparka bara og vona það besta,'' sagði Jóhannes.

Sigurmark Þór/KA kom úr vítaspyrnu. Hvernig horfði dómurinn við Jóhannesi?

„Í aðdragandum hélt ég að það væri einhver rangstæða í loftinu en fyrst að það var ekki, þá var ekkert annað hægt en að gefa víti. Hún er með hendina á þannig stað að það þýðir ekkert að kvarta yfir því. Svona er fótboltinn,'' sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner