Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. september 2019 11:51
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool gæti verið rekið úr deildabikarnum
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Liverpool er undir rannsókn eftir sigur gegn MK Dons í deildabikarnum í vikunni.

Það er verið að skoða hvort Pedro Chirivella, sem kom inná sem varamaður í leiknum, hafi verið gjaldgengur.

Chirivella var að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool síðan 2016 en hann hefur verið lánaður í hollenska og spænska boltann undanfarin tímabil.

Ef Chirivella reynist ólöglegur gæti Liverpool verið rekið úr bikarnum. Það er þó talið afar ólíklegt og mun líklegra að félagið verði sektað.

„Við erum að veita viðeigandi yfirvöldum alla þá aðstoð sem við getum. Liverpool FC mun ekki tjá sig frekar um málið fyrr en ferlinu er lokið," segir í yfirlýsingu frá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner