Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. janúar 2020 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Walker-Peters í Southampton (Staðfest) - Cedric á leið til Arsenal
Kyle Walker-Peters.
Kyle Walker-Peters.
Mynd: Getty Images
Southampton hefur fengið bakvörðinn Kyle Walker-Peters á láni frá Tottenham út tímabilið.

Brighton og Crystal Palace höfðu einnig áhuga á hinum 22 ára gamla Walker-Peters, en það var Southampton sem vann kapphlaupið.

Walker-Peters spilaði aðeins í fimm leikjum fyrir Tottenham á tímabilinu, þar af einum hjá Jose Mourinho.

Walker-Peters er fyrsti leikmaðurinn sem Southampton, liðið í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fær í þessum glugga.

Nú þegar Walker-Peters er kominn til Southampton þá hefur félagið samþykkt að lána Cedric Soares til Arsenal út leiktíðina. Hann verður samningslaus eftir leiktíðina.

Cedric er 28 ára portúgalskur landsliðsmaður.
Athugasemdir
banner
banner