Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. september 2022 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úr 3. deild í Bestu deildina eftir þrjú ár á Íslandi?
Luke Rae í leik með Gróttu í sumar.
Luke Rae í leik með Gróttu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Enlendingurinn Luke Rae var leikmaður sem vakti mikla athygli með Gróttu í sumar.

Hann lék 20 leiki í Lengjudeildinni og skoraði sjö mörk, en ofan á það lagði hann upp fjöldann allan af mörkum.

Saga Luke er mjög áhugaverð en hann kom fyrst hingað til lands árið 2020 til að leika með Tindastóli í 3. deild. Hann skoraði 16 mörk í 20 leikjum á eina tímabili sínu í þeirri deild.

Hann kom til Íslands til þess að elta draum sinn að leika sem atvinnumaður í fótbolta. „Ég er frá smáþorpinu Overton sem er ein af ástæðunum sem valda því að það hefur verið auðvelt að aðlagast hér, andrúmsloftið er svipað - allir þekkja alla og eru vinalegir. Í gegnum yngri flokkana lék ég með liðum í kringum Overton. Njósnarar hafa fylgst reglulega með mér en því miður náði ég ekki að komast inn í neitt alvöru unglingastarf. Ég er frekar lágvaxinn og það hjálpaði mér ekki," sagði Luke við Fótbolta.net árið 2020.

„Ég hef oft fengið neitanir vegna hæðarinnar og það hefur verið mér erfitt. Ég hef alltaf horft á mótlætið sem innspýtingu, hvatningu til að reyna láta drauminn rætast."

Luke hefur verið að taka skref upp á Íslandi. Hann lék með Vestra í fyrra og Gróttu í ár. Hann er búinn að taka tvö tímabil í Lengjudeildinni og eitt tímabil í 3. deild þar áður. Núna gæti hann verið á leið upp í Bestu deildina.

Það er mikill áhugi á honum eins og frétt var um hér á síðunni í gær. Stjarnan reyndi að kaupa hann í sumar og gæti reynt aftur, en það eru örugglega fleiri félög að horfa til hans eftir sumarið sem hann átti.
Útvarpsþátturinn - Stóru fréttirnar að norðan, landsliðin og bestir í Bestu
Athugasemdir
banner
banner