Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. september 2019 20:46
Magnús Már Einarsson
Emil Ásmunds í KR (Staðfest)
Emil í leik gegn KR í fyrra.
Emil í leik gegn KR í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Íslandsmeistarar KR hafa fengið miðjumanninn Emil Ásmundsson til liðs við sig frá Fylki. Samningur Emils við Fylki er að renna út og hann gerir þriggja ára samning við KR.

Í fyrra breyttust reglur á Íslandi með þeim hætti að félög mega ræða við samningslausa leikmenn með hálfs árs fyrirvara. KR nýtti sér það í sumar eins og Fótbolti.net greindi frá í júlí.

„Við KR-ingar bindum miklar vonir við Emil og væntum mikils af honum. Við höfum lengi haft augastað á honum og bjóðum hann velkominn í Vesturbæinn," segir á heimasíðu KR.

Hinn 24 ára gamli Emil er uppalinn í Fylki en hann var í vara og unglingaliði Brighton í Englandi frá 2013 til 2016.

Í sumar meiddist Emil illa í fyrsta leik Fylkis en hann skoraði eitt mark í átta leikjum í Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir
banner