Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. september 2019 19:23
Ívan Guðjón Baldursson
Helgi Guðjónsson í Viking R. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. er búið að semja við framherjann Helga Guðjónsson og mun hann leika með félaginu næstu tvö árin.

Helgi, fæddur 1999, þykir mikið efni og skoraði hann 15 mörk með Fram í Inkasso-deildinni í sumar. Í heildina gerði hann 19 mörk í 25 leikjum í deild og bikar. Hann var valinn efnilegastur í Inkasso-deildinni í vali fyrirliða og þjálfara deildarinnar.

Helgi, sem hefur alla sína tíð spilað fyrir Fram, á leiki að baki fyrir U16 og U17 lið Íslands.

„Knattspyrnudeild Víkings hefur haft augastað á Helga frá því síðasta haust og fagnar því að hafa nú gert samning við þennan unga leikmann sem bætist í flóru þeirra efnilegu leikmanna sem fyrir eru hjá félaginu," segir í yfirlýsingu frá félaginu.

Víkingur R. vann Mjólkurbikarinn í sumar og er að byggja öflugan hóp sem spilar sóknarþenkjandi bolta. Liðið endaði í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar á dögunum, með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner