Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 21. júlí 2016 22:44
Elvar Geir Magnússon
Gerir Everton 25 milljóna punda tilboð í Gylfa?
Færir Gylfi sig um set í ensku úrvalsdeildinni?
Færir Gylfi sig um set í ensku úrvalsdeildinni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telegraph segir að Everton hafi áhuga á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni og sé að undirbúa 25 milljóna punda tilboð í leikmanninn.

Gylfi leikur með Swansea en hann er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins enda leikið ákaflega vel fyrir það og skorað mikilvæg mörk,

Ef hann yrði seldur til Everton fyrir þetta háa upphæð yrði hann langdýrasti fótboltamaður í sögu Íslands.

Telegrap, sem er áreiðanlegur og virtur miðill á Bretlandseyjum, segir að Ronald Koeman, nýr stjóri Everton, sé mikill aðdáandi Gylfa. Þá vilji Stve Walsh, sem er nýr yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, fá Gylfa í þeirra raðir.

Fróðlegt verður að sjá framhaldið í þessu máli en ekki er ólíklegt að Swansea þurfi að bíta vel frá sér til að ná að halda Gylfa hjá sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner