Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 05. mars 2018 12:06
Elvar Geir Magnússon
Mourinho sérfræðingur á umdeildri sjónvarpsstöð yfir HM
Jose Mourinho, stjóri Manchester United.
Jose Mourinho, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur verið ráðinn sérfræðingur á rússnesku sjónvarpsstöðinni RT, Russia Today, og mun starfa fyrir stöðina yfir HM í fótbolta.

Mourinho verður í Moskvu meðan á mótinu stendur og líklegt að hann verði sérfræðingur á leik Íslands og Argentínu þann 16. júní en hann fer fram í borginni.

RT er umdeild sjónvarpsstöð og hefur verið sökuð um að vera áróðursmiðill fyrir forsetann Vladimir Putin og stjórnar hans.

„Ég hlakka til að mæta á HM í Rússlandi í sumar og deila innsýn minni í leikjunum," segir Mourinho.

Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United, verður einnig í sérfræðingateymi RT á mótinu.

Í síðustu viku tilkynnti RÚV að Eiður Smári og Gummi Ben verði í þeirra teymi á mótinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner