Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 13. apríl 2018 10:25
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvort Gylfi spili meira á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Ekki er ljóst hvort Gylfi Þór Sigurðsson nái að koma við sögu á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni með Everton.

Gylfi meiddist á hné gegn Brighton í síðasta mánuði og í kjölfarið var greint frá því að hann yrði frá keppni í 6-8 vikur.

Everton mætir West Ham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 13. maí og óvíst er hvort Gylfi verði leikfær þá.

„Það er óvíst hvort Gylfi nái leik áður en tímabilið klárast," sagði Sam Allardyce, stjóri Everton, á fréttamannafundi í dag.

Gylfi ætti hins vegar að vera kominn á fulla ferð í undirbúningi með íslenska landsliðinu fyrir HM í Rússlandi í júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner