Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fim 01. október 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Draumur Gylfa að enda ferilinn á Íslandi fjarlægist
Mynd: Getty Images
„Draumurinn var alltaf sá að enda ferilinn á Íslandi koma heim og spila í eitt til tvö ár, en eftir því sem tíminn líður fjarlægist maður hann sífellt meira," segir Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Swansea í bókinni Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson. sem kom út í dag.

Gylfi fagnaði 26 ára afmæli sínu í síðasta mánuði en hann gæti hugsað sér að spila utan Evrópu í framtíðinni.

„Auðvitað vill maður spila sem lengst hérna úti. Ég væri til í að prufa að spila á Spáni og svo væri ég til í að taka eitt til tvö ár í allt öðru umhverfi. Til dæmis væri gaman að fara til Bandarikjanna eða eitthvert austur á bóginn. Vera í skemmtilegu veðri og prufa eitthvað allt annað."

„Ég vil þó spila bestu árin mín á Englandi eða í Evrópu, en eftir þrítugt er ég til í að skoða þessa möguleika áður en ég legg skóna á hilluna."


„Ferill leikmanna hefur verið að lengjast með nýjustu tækni og þekkingu á mataræði og æfingum. En þetta fer samt mikið eftir því hvaða stöðu menn spila og hvernig leikmenn er um að ræða. Ég persónulega hleyp mikið í leikjum og veit ekki hvernig líkaminn á eftir að höndla það þegar ég kemst á fertugsaldurinn. Ég sé að minnsta kosti fyrir mér að geta spilað í sex til sjö góð ár í viðbót, vonandi lengur," segir Gylfi í bókinni Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner