Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 02. febrúar 2016 23:20
Alexander Freyr Tamimi
Jackson Martinez dýrastur í sögu Kína (Staðfest)
Jackson Martinez gæti orðið sá dýrasti í sögu Kína.
Jackson Martinez gæti orðið sá dýrasti í sögu Kína.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Jackson Martinez hefur yfirgefið Atletico Madrid og gengið í raðir Guangzhou Evergrande í Kína fyrir heilar 42 milljónir evra.

Kólumbíumaðurinn er dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverskrar knattspyrnu, en þarlend félög hafa lokkað til sín ótal stórstjörnur undanfarin misseri. Ber hæst að nefna Ramires, miðjumann Chelsea.

Miklar væntingar voru gerðar til Martinez hjá Atletico Madrid en hann hefur engan veginn náð að finna sig á Vicente Calderon eftir að hann kom frá Porto síðasta sumar. Fáir bjuggust þó við því að hann yrði þar í einungis hálft ár.

Luiz Felipe Scolari, fyrrum landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur verið þjálfari Guangzhou frá því í júní síðastliðnum.
Athugasemdir
banner
banner