Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mán 22. júní 2015 17:38
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akraborgin 
Heimir Guðjóns: Hjörvar veit ekki mikið um þessa íþrótt
Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum.
Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég ætla að viðurkenna það,að ég er pirraður yfir mönnum sem eiga að vera sérfræðingar eins og Hjörvar Hafliðason sem veit nú ekki mikið um þessa íþrótt,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtali við Akraborgina á X-inu í dag.

Heimir er ósáttur við skrif Hjörvars Hafliðasonar, sparkspekings á Stöð 2 Sport, á Twitter í gær. Skrif Hjörvars má sjá neðst í fréttinni en þar vakti hann fyst athygli á öskrum varnarmannsins Kassim Doumbia.

Kassim kallaði "Fuck off!" að myndavél í fagnaðarlátum sínum eftir að hafa jafnað í 1-1 gegn Breiðabliki í blálokin.

„Það fer í taugarnar á mér þegar hann er að tjá sig á Twitter um eitt og annað og um leikina. Eins og með Kassim í gærkvöldi. Menn sem gera sig út sem einhverja sérfræðinga og eru að tala um þetta í sjónvarpi eiga ekki að vera að tjá sig um þessa hluti á Twitter og láta frá sér hluti eins og voru gerðir í gærkvöldi."

„Mér finnst að þegar menn eru að gera sig út sem sérfræðinga í einhverjum hlutum eiga þeir stundum að hafa vit á því að hafa munninn lokaðan,“ sagði Heimir við Akraborgina.

Í lok viðtalsins sem heyra má hérna var Heimir öllu léttari þegar hann var spurður að því hvort hann væri ekki ánægður með að fá Tómas Meyer aftur til að taka viðtöl við sig. Meyerinn mun í sumar taka viðtöl á völdum leikjum fyrir Fótbolta.net og tók sinn fyrsta leik í gær.

„Tommi er snillingur. Það eru fáir betri en hann að taka viðtöl. Það er frábært að fá hann aftur. Hann gefur þessu mikinn lit," sagði Heimir.

Færslur Hjörvars á Twitter:






Sjá einnig:
Heimir um fagnið: Stormur í tebolla
Viðtalið sem Tómas Meyer tók við Heimi í gær

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner