Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. júní 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Di Maria til Barcelona?
Powerade
Di Maria aftur á leið í spænska boltann?
Di Maria aftur á leið í spænska boltann?
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos er áfram á óskalista Manchester United.
Sergio Ramos er áfram á óskalista Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru sjaldan í meiri stuði en á sumrin.



Barcelona vill fá Angel Di Maria frá Manchester United. (Sport)

Vonir Arsenal um að fá Jackson Martinez framherja Porto eru úr sögunni en hann er á leið til Atletico Madrid. (AS)

Manchester United vill fá varnarmanninn Sergio Ramos í skiptum fyrir David De Gea. Real Madrid vill fá De Gea og tuttugu milljónir punda fyrir viðskiptin. Ef samningar nást ekki er mögulegt að Manchester United haldi De Gea síðasta árið af samningi hans. (Daily Star)

Patrick Vieira, þjálfari unglingaliðs Manchester City, er ánægður með að félagið sé að reyna að krækja í Raheem Sterling frá Liverpool. (Daily Star)

West Ham ætlar ekki að selja Andy Carroll í sumar. (Sun)

Newcastle er í bílstjórasætinu í baráttunni um Charlie Austin framherja QPR. Austin kostar 14 milljónir punda en Southampton, Chelsea og West Ham hafa einnig áhuga. (Daily Express)

Newcastle og Stoke vilja fá kantmanninn Yevhen Konoplyanka sem er samningslaus eftir að samningur hans hjá Dnipro rann út. (Daily Mirror)

Stoke býst við að Chelsea muni bjóða í markvörðinn Asmir Begovic. Stoke vill fá Victor Moses frá Chelsea sem hluta af kaupverðinu. (Daily Telegraph)

WBA ætlar að fá Demba Ba frá Besiktas og gera hann að launahæsta leikmanni sínum. (Birmingham Mail)

Harry Redknapp er tilbúinn að snúa aftur sem knattspyrnustjóri. (Guardian)

West Ham er að kaupa Dimitri Payet frá Marseille á tólf milljónir punda. (Daily Mail)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, ætlar að gera Hugo Lloris að fyrirliða og Harry Kane að varafyrirliða í von um að halda þeim hjá félaginu. (Daily Mirror)

Sunderland hefur boðið ellefu milljónir punda í Georginio Wijnaldum miðjumann PSV. (Guardian)

Papiss Cisse segist ekki vilja fara frá Newcastle. (Northern Echo)
Athugasemdir
banner
banner