Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fim 25. apríl 2024 18:04
Stefán Marteinn Ólafsson
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Víðis
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Víðis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víðir heimsóttu Íslands-og bikarmeistara Víkinga í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Víðir vann fotbolti.net bikarinn í fyrra og voru því bikarmeistarar síðata árs að mætast í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Víðir

„Rosalega stoltur. Við lögðum upp með plan og við vildum líka að við myndum líka bara líta vel út, þá meina ég að líta vel út sem lið og værum að gefa allt í þetta og líta út fyrir að vera með eitthvað plan og að þetta færi ekki í einhverja vitleysu og svoleiðis og menn lögðu bara allt í þetta." Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Víðis eftir leikinn í dag.

„Við gáfum Víkingum bara nokkuð góðan leik held ég, allavega lengst um og svo er bara kominn þreyta í þetta og annað hjá okkur og þeir á allt öðrum stað heldur en við í gæðum, formi og allt það. Bara eðlilega." 

„Það að við höfum náð að gefa þeim svona góðan leik í þetta góðan tíma og komist yfir í leiknum. Þetta eru bara allt minningar og mun gefa okkur alveg helling inn í tímabilið þannig ég er bara mjög stoltur." 

Víðir náði forystu í leiknum með stórkostlegu marki og var Sveinn Þór að vonum ánægður með það.

„Það var bara geggjað og bara líka fyrir okkar lið að komast yfir á móti besta liði Íslands í dag, á þeirra heimavelli í þessari stemningu og upplifa það, það er minning og það er geðveikt. Fögnuðurinn og tilfininingarnar og allt sem fylgdi því." 

„Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið. Ég ætla að vona það allavega að það hafi verið þannig. Þetta var hrikalega skemmtilegt." 

Nánar er rætt við Svein Þór Steingrímsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner