Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fös 26. apríl 2024 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Styttist í endurkomu hjá Valgeiri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson hefur einungis spilað tvo leiki frá því að hann meiddist í október. Hann lék einn æfingaleik og einn bikarleik með Häcken í vetur en hefur ekki verið í hópnum í byrjun tímabilsins í Svíþjóð.

Valgeir tognaði framan í læri fyrr í vetur og er að koma til baka eftir þau meiðsli.

„Ég er að komast í fulla æfingu eftir nokkra daga og verð vonandi kominn inn í hóp eftir u.þ.b. þrjár vikur og get þá spilað," sagði Valgeir við Fótbolta.net.

Valgeir er 22 ára bakvörður sem er á sínu fjórða tímabili með Häcken. Hann hefur orðið bæði sænskur meistari og bikarmeistari með liðinu. Hann á að baki átta landsleiki en var ekki í hópnum í mars vegna meiðsla.

Häcken hefur farið ágætlega af stað í deildinni. Liðið er með tíu stig eftir fimm leiki. Malmö er á toppnum með fimmtán stig.

Valgeir er á samningsári; samningur hans rennur út í lok árs.
Athugasemdir
banner
banner