Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   sun 28. júní 2015 15:30
Elvar Geir Magnússon
Mun næsta stjarna Íslands glíma við andleg vandamál?
Ingólfur Sigurðsson leikur í dag með Víkingi Ólafsvík.
Ingólfur Sigurðsson leikur í dag með Víkingi Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingólfur kom í viðtal í útvarpsþátt Fótbolta.net í fyrra.
Ingólfur kom í viðtal í útvarpsþátt Fótbolta.net í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Í kjölfar pistilsins sem Sigurbergur Elísson skrifaði og birtist hjá okkur fyrr í dag höfðum við samband við Ingólf Sigurðsson en hann er fyrsti fótboltamaðurinn sem greindi frá glímu sinni við geðsjúkdóm.

„Frá því að ég afhjúpaði glímu mína við geðsjúkdóm í Sunnudagsmogganum fyrir rúmu ári hafa tugir íslenskra knattspyrnumanna komið að máli við mig og greint frá samskonar vandamálum."

„Í þessum hópi eru atvinnumenn, landsliðsmenn, leikmenn úr Pepsi-deildinni og úr neðri deildunum," segir Ingólfur sem kom í viðtal um málið í útvarpsþætti okkar í fyrra en það viðtal má hlusta á hér.

Hvernig á að ná bata?
„Allir hafa þeir spurt sömu spurningar: Hvað í ósköpunum á ég að gera til að ná bata?"

„Fæstir í þessum hópi höfðu greint þjálfurum sínum eða öðrum einstaklingum innan félaga sinna frá vandamálum sínum. Enginn vill láta finna höggstað á sér og eiga í þeirri hættu að missa sæti sitt í liðinu."

„Frá barnsaldri hefur það verið alið upp í mönnum að þeir eigi að vera sterkir og harka af sér. En eins og í boltanum sjálfum, þá er stundum fljótasta leiðin fram á við að gefa boltann til baka. Að takast á við eigin vandamál er mun mikilvægara heldur en næsti leikur því eftir höfðinu dansa limirnir." segir Ingólfur sem leikur í dag með Víkingi Ólafsvík en hann skoraði í sigri liðsins gegn Grindavík í gær og hefur leikið afar vel með liðinu sem er í öðru sæti 1. deildar.

Sumir sýna skilning en aðrir ekki
Hann segir að hræðsla leikmanna við að opinbera andlega erfiðleika sína fyrir þjálfurum sínum sé sumpart skiljanleg.

„Því miður er það svo að hverjar afleiðingarnar verða er háð geðslagi hvers og eins þjálfara. Sumir sýna skilning, aðrir ekki, og í mínum huga er það möguleiki sem þjálfari á ekki að hafa," segir Ingólfur sem segir mikilvægt að nálgast þessa hluti af fagmennsku.

„Þegar leikmaður meiðist tekur við faglegt ferli sem unnið er með sjúkraþjálfara. Þegar leikmaður veikist fer hann til læknis. Mér þykir því eðlilegt að þegar leikmaður er frá keppni vegna andlegra veikinda að við taki ákveðið ferli til þess að hjálpa honum að ná bata. Það eiga allir rétt á að líða vel og þess utan er aldrei að vita nema næsta stjarna Íslands eigi við andleg vandamál að stríða."

Sjá einnig:
25% atvinnumanna glíma við geðvandamál
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner