Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 28. september 2015 12:45
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki #1
Kennie Chopart er orðaður við FH og Val.
Kennie Chopart er orðaður við FH og Val.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Michael Præst er sagður á leið í KR.
Michael Præst er sagður á leið í KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ævar Ingi er orðaður við félög í Pepsi-deildinni.
Ævar Ingi er orðaður við félög í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þosteinn Már er á leið aftur í Ólafsvík.
Þosteinn Már er á leið aftur í Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Atli gæti farið í Pepsi-deildina.
Guðmundur Atli gæti farið í Pepsi-deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Péturs er að hætta með Fram.
Pétur Péturs er að hætta með Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að fyrsta slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið en öll spenna er búin í Pepsi-deildinni fyrir lokaumferðina. Í slúðurpakkanum kemur fram helsti orðrómurinn sem gengur í bænum en við ítrekum að þetta er bara orðrómur.

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]


FH: Ekki er staðfest að Heimir Guðjónsson haldi áfram sem þjálfari Íslandsmeistaranna. Kennie Chopart er á óskalistanum í Kaplakrika en hann hefur farið á kostum með Fjölni síðari hluta móts. Liðsfélagi hans, Bergsveinn Ólafsson, er líka á óskalista FH.

Breiðablik: Fá líklega U21 árs landsliðsmanninn Ævar Inga Jóhannesson frá KA. Kristinn Jónsson er líklega á leið út í atvinnumennsku og annar varnarmaður, Damir Muminovic, vill reyna fyrir sér erlendis. Jonathan Glenn fer til Norðurlandanna og ekki er ljóst með framtíð Guðjóns Péturs Lýðssonar en hann er samningslaus. Blikar ætla að fá framherja í vetur og Gary Martin er nefndur til sögunnar þar sem og Hrvoje Tokic framherji Víkings frá Ólafsvík.

KR: Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar er líklega á leið í Vesturbæinn. Framtíð Gary Martin er í óvissu en heyrst hefur að hann gæti farið í Stjörnuna í skiptum fyrir Præst. Stefán Logi Magnússon og Óskar Örn Hauksson vilja fara frá KR og Kristinn Jóhannes Magnússon ætlar að leggja skóna á hilluna. Rasmus Christiansen gæti einnig verið á förum. Guðmundur Benediktsson gæti hætt sem aðstoðarþjálfari KR en Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari Þróttar, er orðaður við stöðuna. Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, er einnig orðaður við KR sem og Dion Acoff kantmaður Þróttar.

Valur: Eitt af þeim félögum sem vilja fá Ævar Inga Jóhannesson, leikmann KA. Kennie Chopart úr Fjölni og Hilmar Árni Halldórsson úr Leikni eru báðir á óskalistanum á Hlíðarenda.

Fjölnir: Brynjar Hlöðversson, miðjumaður Leiknis, er á óskalista Fjölnismanna sem og Hrvoje Tokic. Kennie Chopart gæti farið í annað félag í Pepsi-deildinni.

Stjarnan: Stjarnan ætlar að styrkja hópinn vel í haust og fá nokkra leikmenn. Dion Acoff, kantmaður Þróttara, og Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflvíkinga, eru sagðir vera á óskalistanum í Garðabæ. Garðar Jóhannsson leggur skóna líklega á hilluna og Pablo Punyed er að skoða möguleika erlendis. Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, gæti einnig verið á förum en KR hefur mikinn áhuga á honum sem og félög í Danmörku.

ÍA: Hrvoje Tokic er á óskalistanum hjá ÍA en hann skoraði tólf mörk í átta leikjum í 1. deildinni í sumar með Víkingi Ólasvík.

Fylkir: Bjarni Þórður Halldórsson leggur hanskana líklega á hilluna og Kjartan Ágúst Breiðdal gæti gert það sama.

Víkingur R.: Haukur Baldvinsson er líklega á förum frá Víkingi. Beitir Ólafsson, markvörður HK er á óskalistanum.

ÍBV: Jóhannes Harðarson snýr líklega ekki aftur í þjálfarastöðuna hjá ÍBV. Góðar líkur eru taldar á að Ásmundur Arnarsson haldi áfram sem þjálfari.

Leiknir: Ekki er ljóst hvort Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson haldi áfram með liðið. Hilmar Árni Halldórsson er samningslaus og ljóst er að mörg félög í Pepsi-deildinni renna hýru auga til hans. Charley Fomen er líklega á förum og Kolbeinn Kárason gæti einnig farið frá Leikni.

Keflavík: Mikil óvissa er í kringum þjálfaramálin í Keflavík sem og stjórn félagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson halda mögulega áfram ef núverandi stjórn heldur áfram. Reyndir þjálfarar eins og Þorvaldur Örlygsson og Bjarni Jóhannsson hafa einnig verið orðaðir við stöðuna. Leikmannamál eru í óvissu en eldri leikmenn eins og Magnús Sverrir Þorsteinsson gætu hætt.

Víkingur Ó.: Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, er á leið á heimaslóðir en hann mun semja við Víking á næstu vikum. Óvíst er með nokkra leikmenn, þar á meðal Björn Pálsson og leikmenn sem voru á láni eins og Gunnlaug Hlyn Birgisson, Egil Jónsson og Kristófer Eggertsson.

Þróttur: Framherjamálin hjá Þrótti eru í skoðun en Viktor Jónsson raðaði inn mörkum á láni frá Víkingi í sumar. Ekki er ljóst hvort hann komi aftur í Laugardalinn en Víkingar vilja fá háa upphæð fyrir hann. Þróttarar hafa áhuga á að fá Guðmund Atla Steinþórsson framherja HK í sínar raðir. Egill Jónsson er einnig á óskalistanum en hann var á láni hjá Víkingi Ólafsvík í sumar frá KR.

KA: Guðmundur Reynir Gunnarsson, besti leikmaður 1. deildar 2015, er á óskalistanum hjá KA.

Þór: Óvíst er hvað verður um markvörðinn reynda Sandor Matus en Þórsarar ætla að fá sér markmann.

Haukar: Allt með rólegasta móti á Ásvöllum en reikna má með að leikmannahópurinn verði nánast alveg sá sami á næsta ári. Einu spurningamerkin eru Björgvin Stefánsson og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson sem eru á reynslu í Noregi.

Grindavík: Orðrómur um að Brynjar Þór Gestsson, þjálfari Fjarðabyggðar, komi inn í þjálfarateymi Grindvíkinga. Grindvíkingar ætla líka að reyna að fá Guðmund Reyni frá KR.

Fjarðabyggð: Fjarðabyggð hefur átt í vandræðum með að greiða laun og fjárhagsstaðan er ekki góð. Mikil óvissa er um það hvort Brynjar haldi áfram sem þjálfari. Varnarmaðurinn Milos Ivankovic er á förum.

HK: Frekar ólíklegt er að Þorvaldur Örlygsson haldi áfram með HK. Pétur Pétursson hefur verið orðaður við stöðuna sem og Brynjar Gestsson, þjálfari Fjarðabyggðar. Fyrirliðinn Beitir Ólafsson stefnir á að fara í Pepsi-deildina sem og markaskorarinn Guðmundur Atli Steinþórsson.

Fram: Pétur Pétursson verður ekki áfram með Fram. Áhugi er á að fá Kristján Guðmundsson í þjálfarastólinn en Ásmundur Arnarsson og Bjarni Jóhannsson hafa líka verið orðaðir við stöðuna.

Selfoss: Líklegt er að talsverðar breytingar verði á erlendum leikmönnum á Selfossi.

BÍ/Bolungarvík: Eins og komið hefur fram eru langflestu erlendu leikmennirnir á forum. Loic Ondo gæti reynt fyrir sér í Pepsi-deildinni.

Grótta: Úlfur Blandon er að taka við Gróttu af Gunnari Guðmundssyni.

KF: Menn í Fjallabyggð eru í þjálfaraleit en Slobodan Milisic, fyrrum þjálfari KA, vill starfið.

Njarðvík: Óvíst er hvort Tryggvi Guðmundsson taki slaginn áfram með Njarðvíkingum en samningur hans er að renna út.

Magni: Miðvörðurinn reyndi Atli Jens Albertsson ætlar líklega að leggja skóna á hilluna.

Víðir: Zoran Daníel Ljubicic, fyrrum þjálfari Keflvíkinga, er orðaður við þjálfarastöðuna í Garðinum.
Athugasemdir
banner
banner