Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   þri 29. september 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Wenger hélt að Martial væri ekki til sölu
Powerade
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: Getty Images
Það er komið að því að kíkja á helsta slúðrið úr ensku blöðunum á þessum fína þriðjudegi.



Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki hafa reynt að fá Anthony Martial því að hann var viss um að Monaco myndi ekki selja hann. Manchester United keypti Martial á dögunum. (Daily Star)

Jose Mourinho hefur hótað að taka lykilmenn úr liðinu ef að þeir fara ekki að rífa sig í gang eftir dapra byrjun á tímabilinu. (Daily Express)

Jamie Redknapp segir ekki rétt að það sé herferð í gangi til að reka Brendan Rodgers frá Liverpool. (Liverpool Echo)

Rodgers telur að Liverpool hefði unnið bikar og endað í topp fjórum ef Daniel Sturridge hefði ekki verið meiddur á síðasta tímabili. (Liverpool Echo)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, telur að það hafi hjálpað liðinu að losa sig við nokkra leikmenn úr hópnum. (ESPN Football)

Faðir Alex Oxlade-Chamberlain og Arsene Wenger hafa sagt honum að vera meira hrokafullur. (Sun)

Möguleiki er á að Lionel Messi verði frá í styttri tíma en átta vikur eins og óttast var. (Ole)

Stuðningsmenn í ensku úrvalsdeildinni ætla að mótmæla háu miðaverði á leikjum um næstu helgi. (Daily Mirror)

Everton og Tottenham ætla að reyna að fá Andrea Ranocchia varnarmann Inter í janúar. (Talksport)
Athugasemdir
banner
banner
banner