

Josko Arena Ried
Landslið kvenna - Undankeppni EM
Aðstæður: Grátt yfir og 12 stiga hiti, alvöru íslenskt sumarveður
Dómari: Lina Lehtovaara (Finnland)
('82)
('82)
('77)
('82)
('64)
('82)
('64)
('77)
('82)
('82)
1-1 jafntefli niðurstaðan. Held að bæði liðin séu svolítið svekkt með þessa niðurstöðu. Liðin mætast aftur á Íslandi eftir helgi.
Karólína með spyrnuna, frábær fyrirgjöf, Ólöf Sigríður á skalla sem fer á markið en Zinsberger nær að verja.
Hildur gerði mjög vel í vörninni rétt á undan, vel varist inn á íslenska teignum.
Mark úr víti!Fyrirliðinn ísköld á punktinum og skorar örugglega. Loksins kom markið!
Glódís var öryggið uppmálað af vítapunktinum. Ísland er búið að jafna metin ???????? pic.twitter.com/U15GBFqTyt
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 31, 2024
Jæja Steini. Taka smá sénsa.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) May 31, 2024
Skellum Emilíu Kiær og Amöndu inn á. Emilía er deadly fyrir framan markið, mun alltaf koma sér í færi og Amanda skapar hluti upp úr engu. #fotboltinet pic.twitter.com/loSbKOKEWV
Fín fyrirgjafarstaða fyrir Dunst.
Fín fyrirgjöf frá Dunst en Alexandra skallar burt. Dunst nær annarri fyrirgjöf, austurríska liðið nær skalla en Fanney örugg í markinu.
Gult spjald: Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Fanney slær boltann upp í loftið en íslenska liðið nær svo að hreinsa.
Karólína með tilraun.
Karolína Lea að bjóða upp á töfra. Þarna skapaðist hætta við mark Austurríkis ????
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 31, 2024
"Hvernig í ósköpunum er Ísland ekki búið að skora allavega eitt eða tvö mörk í þessum leik?" spyr Höddi Magg pic.twitter.com/CTiUKIsHHB
Gult spjald: Sandra María Jessen (Ísland)


Hvað þurfum við eiginlega mörg færi??
Annars er bekkurinn hjá Íslandi gríðarlega spennandi.
— Max Koala (@Maggihodd) May 31, 2024
Kristín Dís og Selma Sól taka þennan leik í stúkunni vegna mannlegra mistaka ???? pic.twitter.com/jytWTBhHyg
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 31, 2024
Mark úr víti!Austurríki er komið yfir. Puntigam skoraði úr vítaspyrnu. Fanney fór í rétt horn en náði ekki til boltans pic.twitter.com/ty7L0iOqq5
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 31, 2024
Selma Sól og Kristín Dís taka ekki þátt í dag vegna skráningarmistaka.
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 31, 2024
"Þetta er auðvitað alveg svakalega óheppilegt. Eftir því sem ég kemst næst þá voru þetta bara mannleg mistök. Það gleymdist að setja þær á leikmannalistann." sagði Edda Sif úti.
KSÍ reyndi að leiðrétta málið. pic.twitter.com/Tnqk88sCp3

Er eitthvað flókið við skýrslugerð fyrir landsleik? Á ekki orð en áfram Ísland ????????
— Helena Ólafsdóttir (@helenaolafs) May 31, 2024
Þorsteinn Halldórsson í viðtali fyrir leikinn gegn Austurríki. Við erum farin í loftið á RÚV! pic.twitter.com/dcfvOQlUbC
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 31, 2024
Ég á ekki til orð. Tæknilegra örðuleika er léleg afsökun. Greinilega mannleg mistök. KSÍ vita hvernig reglur UEFA
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) May 31, 2024
Þetta eru nánast óafsakanleg mistök. Hef fulla samúð með Selmu og Kristínu.
Hvernig gerist þetta? 2 leikmenn
Þetta er áhugamannalegt og algjört grín. #fotboltinet https://t.co/wlSH9VHMYv pic.twitter.com/Kli2gbyAJJ
#fimmíröð #dottir pic.twitter.com/1tVVVKB8Ck
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 31, 2024
Hvað er í gangi???
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) May 31, 2024
Selma Sól einnig ekki skráð á skýrslu. KSÍ þarf að svara fyrir þetta. Hvaða áhugamennska er þetta? Þetta er í undankeppni EM?
Selma var tilbúinn og að klæða sig inn í klefa þegar hún fékk að vita þetta - eftir því sem ég heyri.
#fotboltinet https://t.co/9JF4kPubVF
Fagna því að sjá Söndru fá tækifæri í sinni stöðu.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) May 31, 2024
Leikþátturinn að spila Guðrúnu í bakverði (núna vinstri) og ekki í hafsentnum er þreyttur
Upplegg = langir fram og verjast.
Vonast að sjálfsögðu eftir góðum úrslitum - en ekkert breytist í uppleggi sama hversu illa við spilum pic.twitter.com/Z6xAjNP6Eg
KSÍ gleymdu að skrá Kristínu Dís í hópinn og er hún því ekki með í dag.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) May 31, 2024
Send heim síðast þegar annar leikmaður var tekin inn meidd daginn fyrir leik.
Hvaða grín og áhugamennska er þetta? #fotboltinet https://t.co/wcJ6ryR0Su

6. Katharina Schiechtl - Austria Vín
8. Barbara Dunst - Eintracht Frankfurt
9. Sarah Zadrazil - Bayern München
11. Marina Georgieva - Fiorentina
13. Virginia Kirchberger - Eintracht Frankfurt
14. Marie Höbinger - Liverpool
17. Sarah Puntigam - Houston Dash
19. Verena Hanshaw - Eintracht Frankfurt
20. Lilli Purtscheller - SGS Essen
22. Eileen Campbell - Freiburg




Sveindís Jane Jónsdóttir er klár í slaginn fyrir þetta verkefni sem eru frábær tíðindi. Hún meiddist í leik gegn Þýskalandi í síðasta mánuði og svo aftur núna með Wolfsburg í síðasta leik fyrir landsleikjahlé, en hún er klár og ætlar að spila af fullum krafti í dag.
Liðin mætast svo aftur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn en vonandi mun miðasalan á þann leik ganga eins vel.

„Það væri algjör draumur að klára þetta verkefni og vera komnar beint á EM. Að þurfa ekki að berjast um það í erfiðum leikjum í næsta glugga. En við förum bara inn í næsta leik til að vinna og við sjáum hvernig hann fer. Eftir þetta verkefni sjáum við hvernig staðan er," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir við Fótbolta.net í gær.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, tók undir það en hann lítur á þessa tvo leiki gegn Austurríki sem einvígi.
,,Það er draumurinn en við horfum bara á þennan leik á morgun. Það snýst algjörlega um hann. Það þýðir ekkert að horfa lengra en það. Í grunninn þurfum við að horfa á þetta sem tveggja leikja einvígi. Við viljum eftir þessa tvo leiki vera yfir í innbyrðis viðureignum. Það gefur okkur aukastig og er gríðarlega mikilvægt. Við förum á morgun og gerum allt til að spila góðan leik og vinna," sagði Þorsteinn í gær.

Fyrri leikurinn var 2017 og hann var alveg hörmulega lélegur af hálfu íslenska liðsins. Það var síðasti leikurinn í riðli á EM og endaði hann 3-0 fyrir Austurríki. Glódís Perla og Sandra María Jessen voru þær einu sem spiluðu þann leik fyrir Ísland sem eru í hópnum í dag.
Svo var það vináttulandsleikur í fyrra sem Ísland vann 1-0. Mark Íslands í þeim leik gerði Hafrún Rakel Halldórsdóttir í lokin, en hún var kölluð inn í hópinn í gær.


Í liði Austurríks eru margir öflugir leikmenn en þær spila flestar í þýsku úrvalsdeildinni. Það er mikil reynsla í liði þeirra og eru alls sex leikmenn í liðinu sem hafa spilað yfir 100 landsleiki og þá hefur markvörðurinn Manuela Zinsberger spilað 98 landsleiki. Í liði Íslands er aðeins einn leikmaður sem hefur spilað yfir 100 landsleiki og kemst nálægt því en það er fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdótitir.
En hverjar eru stærstu stjörnurnar í liði Austurríkis. Hér eru þrír leikmenn sem mega alveg eiga vondan dag á þessum annars ágæta föstudegi:
Sarah Zadrazil (Bayern München)
Miðjumaður sem er liðsfélagi Glódísar Perlu, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur hjá Bayern München. Zadrazil er með gríðarlega góða tækni og frábært auga fyrir spili. Hún er í raun með allan pakkann sem miðjumaður. Þegar hún er upp á sitt besta þá er hún í hópi með bestu miðjumönnum Evrópu, án nokkurs vafa.
Sarah Puntigam (Houston Dash)
Er fyrirliði og hjartað í austurríska landsliðinu. Hún hefur spilað 144 landsleiki og gengið í gegnum margt með liðinu. Hún er fjölhæfur varnar- og miðjumaður, og er alveg gríðarlegur leiðtogi. Spilar með Houston Dash í Bandaríkjunum í afar sterkri deild.
Manuela Zinsberger (Arsenal)
Íslenska landsliðið þarf að finna leið fram hjá markverði einu besta liði Englands til að eiga möguleika á að vinna leikinn í dag. „Manu er einn besti markvörður í heimi," sagði Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, um Zinsberger fyrr á þessu ári. Þú kemst ekkert í Arsenal með heppni; hún er frábær markvörður.
Það er klárlega hægt að nefna fleiri leikmenn hérna; Verena Hanshaw og Virginia Kirchberger eru varnarmenn sem leika báðar með Frankfurt, Laura Wienroither er varnarmaður Arsenal, Laura Feiersinger er miðjumaður hjá Ítalíumeisturum Roma og Nicole Billa hefur á síðustu árum verið öflugasti framherji þýsku úrvalsdeildarinnar en hún leikur með Hoffenheim.

Dómari leiksins í dag kemur frá Finnlandi og heitir Lina Lehtovaara. Henni til aðstoðar eru landar hennar Heini Hyvönen og Tonja Weckström. Fjórði dómari er Minka Vekkeli, líka frá Finnlandi. Það er ekki VAR í þessum leik.
Lehtovaara dæmdi síðast hjá Íslandi í 1-1 jafntefli gegn Ítalíu á EM 2022. Leikmenn Íslands voru mjög pirraðar út í hana í þeim leik.
1. Þýskaland - 6 stig (+3 í markatölu)
2. Austurríki - 3 stig (+1 í markatölu)
3. Ísland - 3 stig (+1 í markatölu)
4. Pólland - 0 stig (-5 í markatölu)

12. Telma Ívarsdóttir (m)
13. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir
3. Sandra María Jessen
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Diljá Ýr Zomers
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
11. Ásta Eir Árnadóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
15. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
16. Hildur Antonsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir
18. Guðrún Arnardóttir
19. Kristín Dís Árnadóttir
20. Guðný Árnadóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
22. Amanda Andradóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir


Það má segja að það séu tveir framtíðarleikmenn að fá sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu um þessar mundir. Það eru Emilía Kjær Ásgeirsdóttir og Katla Tryggvadóttir, en þær eru báðar fæddar árið 2005.
Þær eru í fyrsta sinn í A-landsliðshópnum en þær hafa báðar verið að leika vel með félagsliðum sínum; Katla með Kristianstad í Svíþjóð og Emilía með Nordsjælland í Danmörku.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í þessa tvo leikmenn fyrir æfingu í gær. Hann er ánægður með hvernig þær hafa komið inn í hópinn.
„Katla hefur verið flott á æfingum og komið mjög fínt inn í þetta. Við vonandi sjáum bara meira frá Kötlu í framtíðinni," sagði Þorsteinn.
„Emilía hefur líka komið vel inn í þetta. Það er auðvitað öðruvísi fyrir hana þar sem hún þekkir nánast engan þannig séð þó hún hafi æft með einhverjum og þekkt til einhverra þegar hún var fyrir fjórum árum að spila á Íslandi síðast," sagði Steini en Emilía hefur síðustu fjögur árin verið í Danmörku og hefur leikið með yngri landsliðunum þar. „Auðvitað er þetta öðruvísi fyrir hana að koma sem algjör nýliði inn, en hún hefur aðlagast vel og það hefur gengið vel hjá henni."
„Hún er góður leikmaður, er góð á boltann og hefur góðan leikskilning. Ég er bara bjartsýnn á að við eigum eftir að sjá mikið frá Emilíu í framtíðinni."

En eins og landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, sagði á dögunum þá er það synd að spila henni í þeirri stöðu þó hún geti leyst hana.
,,Ég hef notað Söndru Maríu (Jessen) í vinstri bakverði en það er ekki draumastaða akkúrat í dag miðað við það hvernig hún er að spila í deildinni," sagði Steini en Sandra María er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með tíu mörk. Hún hefur byrjað mótið ótrúlega vel en hún spilar sem sóknarmaður hjá Þór/KA. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Steini leysir þetta.

Við spáum því einnig að Guðný Árnadóttir muni koma inn í liðið og leysa hægri bakvörðinn. Guðrún Arnardóttir hefur spilað þá stöðu í síðustu leikjum en Guðný þekkir hægri bakvarðarstöðuna mun betur.
Miðan verði sú sama og í síðasta leik gegn Þýskalandi og sóknin einnig. Möguleiki er samt sem áður að Hlín Eiríksdóttir verði út á kanti og Sveindís Jane Jónsdóttir verði fremsti maður liðsins.
? Leikdagur!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 31, 2024
???????? Ísland mætir Austurríki í dag á Josko Arena í Ried Im Innkreis í undankeppni EM 2025.
???? Bein útsending á RÚV, en leikurinn hefst kl. 16:00.
Gameday as we play Austria in the EURO 2025 qualifying.#fimmíröð #dottir pic.twitter.com/KXXlXDyM63

Það er óhætt að segja að það sé mikið undir í þessum landsleikjaglugga fyrir íslenska liðið. Stelpurnar byrja á því að spila við Austurríki á útivelli í dag og svo eiga þær heimaleik gegn sama liði á Laugardalsvelli á þriðjudaginn.
Ísland og Austurríki hafa bæði tapað gegn Þýskalandi og sigrað Pólland í fyrstu tveimur umferðum undankeppninnar.
Bæði lið eru því með það sama í huga fyrir þessa tvo leiki: Að komast beint á EM.
Ef Ísland vinnur báða þessa leiki, þá er EM-sætið bókað hjá stelpunum nema Pólland vinni einn leik gegn Þýskalandi. Það verður að teljast afskaplega ólíklegt og talsvert góðar líkur á að tveir sigrar gegn Austurríki komi til með að duga til að tryggja sætið. Ísland færi þá pressulaust inn í síðasta gluggann í undankeppninni.
En austurríska liðið verður alls ekki auðvelt viðureignar. Þær unnu Pólland og stríddu Þýskalandi í síðasta glugga. Fyrirfram er búist við frekar jöfnum leik á föstudaginn, en það verður gaman að sjá hvernig Ísland kemur úr þessu prófi.
('58)
('85)
('58)
('85)































