Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   fim 30. maí 2024 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Á að koma í fjölmiðla í þessari viku eða þeirri næstu - „Þið verðið bara að bíða spennt"
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingu í dag.
Frá æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína alltaf hress.
Karólína alltaf hress.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þessir dagar hafa verið mjög góðir, frábærir vellir og það er mjög mikil stemning," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag. Liðið hefur verið að undirbúa sig síðustu daga fyrir mikilvægan leik gegn heimakonum í undankeppni EM.

„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þær eru með hörkulið og marga góða leikmenn úr Bundesligunni og öðrum sterkum deildum. Þær eru með mjög hraða leikmenn og sterka. Þær eru líka með gott leikplan og við þurfum að vera mjög góðar á morgun til að vinna."

Austurríska liðið er öflugt en það verður hart barist í þessum tveimur leikjum sem eru framundan. Þetta eru tvö lið sem ætla sér beint á Evrópumótið.

„Allir leikir í þessum riðli eru úrslitaleikir. Við förum inn í þessa tvo leiki til að ná í sex stig," sagði Karólína. „Við tökum bara sömu klisjuna, einn leik í einu. Við fókusum á morgundaginn."

Hvað næst?
Karólína, sem er 22 ára, varði tímabilinu á láni hjá Bayer Leverkusen frá Bayern. Hún átti virkilega flott tímabil þar sem hún skoraði fimm mörk og lagði upp sjö.

„Ég er frekar sátt. Þetta var mitt fyrsta tímabil úti þar sem ég er að spila af alvöru. Við hefðum getað gert betur á ákveðnum tímabilum en heilt yfir erum verið frekar sáttar. Ég var sátt með marga leiki en auðvitað hefði ég getað gert betur í öðrum."

Það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir næst á sínum ferli, hvort hún verði áfram hjá Bayern eða hvort hún fari eitthvað annað.

„Framtíð mín verður ljós á næstu dögum. Það ætti að koma í fjölmiðla í vikunni eða í næstu viku. Þið verðið bara að bíða spennt," sagði Karólína og brosti.

Fólk er byrjað að velta fyrir sér hvað gerist næst en það er augljóst af samfélagsmiðlum að dæma að stuðningsfólk Bayern vill ekki missa hana.

„Maður hefur tekið eftir þessu, en mér líður vel í München. Það verður að koma í ljós hvað ég geri. Ég þarf að taka annað tímabil þar sem ég spila," sagði Karólína en fókusinn er núna á þessum tveimur landsleikjum sem eru framundan.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hann verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV.


Athugasemdir
banner