Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   fim 30. maí 2024 12:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Ekkert drama eftir meiðslin - „Þetta er yndisleg stelpa"
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís á æfingu í dag.
Sveindís á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingu Íslands.
Frá æfingu Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar og spila tvo mikilvæga leiki. Ég er mjög spennt fyrir þessu," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Salzburg í Austurríki í dag.

„Þessir dagar hafa verið mjög fínir. Það er búið að rigna svolítið en það er bara næs líka. Völlurinn er þá vel blautur. Þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir sem við erum mjög spenntar að takast á við."

Ísland er með þrjú stig í riðli sínum í undankeppni eftir sigur gegn Póllandi og tap gegn Þýskalandi í síðasta glugga. Í leiknum gegn Þjóðverjum, þá fór Sveindís meidd af velli eftir að hún lenti illa á öxlinni. Það leit alls ekki vel út en sem betur fer fór allt á besta veg með þau meiðsli.

„Ég er glöð að ég var ekki frá mjög lengi. Þetta var leiðinlegt og ég vildi alveg rosalega mikið spila þennan leik. Svona gerist í fótbolta. Maður lendir stundum í svona meiðslum en maður verður bara að taka því og halda áfram," sagði Sveindís.

Það var liðsfélagi hennar í Wolfsburg, Kathrin Hendrich, sem braut á Sveindísi þegar hún meiddist.

„Þetta er yndisleg stelpa og mjög góð vinkona mín. Þetta var ekki viljaverk, þetta gerist bara. Ég held að hún hafi ekki reynt að taka mig niður svo ég myndi lenda á öxlinni. Það var fínt að hitta hana aftur, hún er æðisleg og ég dýrka hana bara," sagði Sveindís en hún segir að það hafi ekki verið nein vandræðaleg stemning á æfingasvæðinu.

„Nei, alls ekki. Bara alls ekki."

Sveindís lenti í öðrum meiðslum í leik með Wolfsburg um daginn en hún segist vera eins góð og hún getur verið. Hún ætlar sér að spila af fullum krafti gegn Austurríki á morgun.

„Ég ætla að gera mitt allra besta liðið. Við ætlum að vinna leikinn á morgun og svo leikinn heima líka. Þá erum við í góðri stöðu. Við vitum alveg hvað við viljum úr þessum leik og það eru stigin þrjú, og bara stigin sex," sagði Sveindís.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hann verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Athugasemdir
banner