Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
   fim 30. maí 2024 07:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Breyting gerð á landsliðshópnum daginn fyrir leik
Icelandair
Hafrún Rakel Halldórsdóttir.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breyting hefur verið gerð á landsliðshópi kvenna fyrir leikinn gegn Austurríki á morgun.

Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Lilleström, hefur þurft að draga sig út úr hópnum og inn í hennar stað kemur Hafrún Rakel Halldórsdóttir, leikmaður Bröndby.

Hafrún Rakel er nýkomin til baka eftir að hafa handarbrotnað, en hún kemur til móts við liðið í Salzburg í Austurríki á eftir.

Liðið tekur sína síðustu æfingu fyrir leikinn gegn Austurríki núna á eftir, en leikurinn er svo á morgun. Liðin mætast svo aftur á Íslandi í næstu viku.

Ísland getur tryggt sig inn á EM 2025 með því að vinna báða þessa leiki gegn Austurríki.


Lífið áfram gott í Lilleström - „Höfum fengið allt eins og venjulega"
Athugasemdir
banner
banner
banner