Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fim 30. maí 2024 12:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Glódís að koma úr mögnuðu tímabili - „Það er extra sérstakt"
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingu Íslands í dag.
Frá æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís er fyrirliði Bayern München.
Glódís er fyrirliði Bayern München.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við komum á mánudaginn allar saman. Við erum á fínu hóteli í gamla bænum í Salzburg og það hefur verið ótrúlega kósý. Það er alltaf mjög góð stemning í þessum hóp," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í dag.

Á morgun er mikilvægur leikur gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins. Liðin mætast tvisvar í þessum glugga, fyrst í Ried í Austurríki og svo á Laugardalsvelli í næstu viku.

„Við erum að fara að spila tvo hörkuleiki á móti liði sem er að svipuðum styrkleika og við. Þær eru hins vegar með mikla reynslu af stórum og mikilvægum leikjum, og hafa spilað stóra leiki á EM saman. Við höfum ekki enn gert það sem lið. Ég held að þetta muni fara eftir dagsformi. Þetta eru leikir sem geta komið öðru hvoru liðinu beint inn á EM. Það er markmiðið hjá báðum liðum, alveg klárlega."

„Ég held að þetta verði baráttuleikir og liðið sem er yfir á deginum, það mun vinna."

Með því að vinna báða þessa leiki, þá eru miklar líkur á því að Ísland komist beint á EM.

„Það væri algjör draumur að klára þetta verkefni og vera komnar beint á EM. Að þurfa ekki að berjast um það í erfiðum leikjum í næsta glugga. En við förum bara inn í næsta leik til að vinna og við sjáum hvernig hann fer. Eftir þetta verkefni sjáum við hvernig staðan er," segir Glódís.

Magnað afrek
Glódís er fyrirliði þýska stórveldisins Bayern München sem varð deildarmeistari á tímabilinu sem var að klárast. Glódís átti frábært tímabil í liðinu sem fór taplaust í gegnum deildina.

„Þetta var ótrúlega gaman; fyrst og fremst gaman að við fórum ósigraðar í gegnum tímabilið. Það er extra sérstakt. Við vorum í smá brasi á miðju tímabili og héldum að við værum búnar að missa þetta frá okkur, en náðum að halda áfram. Við enduðum á að taka þetta nokkuð sannfærandi," segir Glódís.

Að fara taplausar í gegnum tímabilið, það er magnað afrek.

„Mér finnst það persónulega. Mér fannst við spila marga leiki vel en suma ekki eins vel. Við náðum samt alltaf að vinna okkur til baka úr því. Það var ótrúlega gaman að við fórum ósigraðar í gegnum tímabilið og klára þetta tímabil með trompi," sagði Glódís.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner