Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mið 29. maí 2024 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Valið kom Kötlu ekki á óvart - „Ég var að bíða eftir þessu símtali"
Icelandair
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingunni í Austurríki í dag.
Frá æfingunni í Austurríki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tilfinningin er bara mjög góð. Það hafa allir tekið vel á móti mér hérna og mér líður vel," sagði Katla Tryggvadóttir í samtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag. Liðið er þar að undirbúa sig fyrir leik gegn heimakonum í undankeppni Evrópumótsins á föstudaginn.

Katla, sem er fædd árið 2005, er nýliði í hópnum en hún segir að valið hafi ekki komið sér á óvart.

Katla er þá á meðal markahæstu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar en hún hefur gert fimm mörk í fyrstu átta deildarleikjum sínum með Kristianstad.

„Ég var bara heima. Pabbi, stjúpmamma mín og systir mín voru hjá mér. Það var geggjað að segja þeim fyrst frá þessu, það var mjög gaman," segir Katla um símtalið frá landsliðsþjálfaranum.

„Ég var að bíða eftir þessu símtali."

Það var bara tímaspursmál hvenær Katla yrði kölluð inn í hópinn en hún hefur sýnt það á síðustu árum hversu ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður hún er. Hún er uppalin í Val en fór yfir í Þrótt fyrir sumarið 2022 til að fá að spila. Þar blómstraði hún og er Katla núna að gera það gott í atvinnumennsku.

„Þetta kom mér ekki á óvart," segir Katla en henni líkar lífið vel í atvinnumennskunni í Svíþjóð. „Þetta hefur verið geggjað reynsla. Ég er að æfa með svo góðum leikmönnum og ég er að læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi. Það er frábært og ég finn að ég er að bæta mig þvílíkt þarna."

Það vantar ekki sjálfstraustið í Kötlu um þessar mundir.

„Ég var búin að ímynda mér þetta nokkurn veginn svona. Mér finnst ógeðslega gaman að spila með þessu liði og ég er að njóta mín í botn."

Framundan með íslenska landsliðinu eru tveir leikir gegn Austurríki í undankeppni EM. Liðið getur farið langleiðina á EM með því að ná í góð úrslit úr þessum leikjum.

„Það eru algjör forréttindi að vera hérna og ég ætla að njóta þess. Ég ætla að hjálpa liðinu að vinna Austurríki," sagði Katla en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner