Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mið 29. maí 2024 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Valið kom Kötlu ekki á óvart - „Ég var að bíða eftir þessu símtali"
Icelandair
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingunni í Austurríki í dag.
Frá æfingunni í Austurríki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tilfinningin er bara mjög góð. Það hafa allir tekið vel á móti mér hérna og mér líður vel," sagði Katla Tryggvadóttir í samtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag. Liðið er þar að undirbúa sig fyrir leik gegn heimakonum í undankeppni Evrópumótsins á föstudaginn.

Katla, sem er fædd árið 2005, er nýliði í hópnum en hún segir að valið hafi ekki komið sér á óvart.

Katla er þá á meðal markahæstu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar en hún hefur gert fimm mörk í fyrstu átta deildarleikjum sínum með Kristianstad.

„Ég var bara heima. Pabbi, stjúpmamma mín og systir mín voru hjá mér. Það var geggjað að segja þeim fyrst frá þessu, það var mjög gaman," segir Katla um símtalið frá landsliðsþjálfaranum.

„Ég var að bíða eftir þessu símtali."

Það var bara tímaspursmál hvenær Katla yrði kölluð inn í hópinn en hún hefur sýnt það á síðustu árum hversu ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður hún er. Hún er uppalin í Val en fór yfir í Þrótt fyrir sumarið 2022 til að fá að spila. Þar blómstraði hún og er Katla núna að gera það gott í atvinnumennsku.

„Þetta kom mér ekki á óvart," segir Katla en henni líkar lífið vel í atvinnumennskunni í Svíþjóð. „Þetta hefur verið geggjað reynsla. Ég er að æfa með svo góðum leikmönnum og ég er að læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi. Það er frábært og ég finn að ég er að bæta mig þvílíkt þarna."

Það vantar ekki sjálfstraustið í Kötlu um þessar mundir.

„Ég var búin að ímynda mér þetta nokkurn veginn svona. Mér finnst ógeðslega gaman að spila með þessu liði og ég er að njóta mín í botn."

Framundan með íslenska landsliðinu eru tveir leikir gegn Austurríki í undankeppni EM. Liðið getur farið langleiðina á EM með því að ná í góð úrslit úr þessum leikjum.

„Það eru algjör forréttindi að vera hérna og ég ætla að njóta þess. Ég ætla að hjálpa liðinu að vinna Austurríki," sagði Katla en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner