Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   mið 29. maí 2024 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Aftur í landsliðinu eftir langa fjarveru - „Þetta voru tvær aðgerðir í einni"
Icelandair
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Cecilía er á mál hjá Bayern München.
Cecilía er á mál hjá Bayern München.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gott að koma aftur inn í hópinn.
Gott að koma aftur inn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mig langaði strax að spila um kvöldið aftur'
'Mig langaði strax að spila um kvöldið aftur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu Íslands í Austurríki í dag.
Frá æfingu Íslands í Austurríki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vó, ég gæti ekki verið ánægðari," sagði landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir með bros á vör þegar fréttamaður Fótbolta.net hitti hana á hóteli landsliðsins í Salzburg í Austurríki fyrr í dag.

Cecilía er mætt aftur í landsliðshópinn eftir löng og ströng meiðsli. Og eins og hún segir, þá gæti hún ekki verið ánægðari.

„Það er gaman að hitta loksins stelpurnar, bara geggjað, Það er alltaf jafn leiðinlegt að sitja heima og horfa á leikina í sjónvarpinu," segir Cecilía.

Erfitt og langt
Þetta er fyrsta verkefni hennar í tæpt ár, en hún var síðast í landsliðshópnum í júlí í fyrra. Síðasti leikur hennar var vináttulandsleikur gegn einmitt Austurríki sem Ísland vann með einu marki gegn engu.

Cecilía meiddist illa á hné í ágúst síðastliðnum á æfingu með Bayern München og var lengi frá.

„Þetta hefur verið frekar erfitt og langt. Ég hef tekið þetta viku fyrir viku. Ég hef alltaf sagt að dagarnir hafa verið hægir en vikurnar mjög fljótar að líða," segir Cecilía.

„Hnéskelin mín fór úr lið og við það rifnaði brjóskið upp. Þetta voru tvær aðgerðir í einni. Þeir þurftu að laga brjóskið og liðbandið innra. Um leið og þetta gerðist vissi ég að þetta yrði mjög alvarlegt en svo voru læknarnir ekki alveg vissi hvort þeir þyrftu líka að laga brjóskið. Þeir ákváðu það bara í aðgerðinni og við það lengdist endurhæfingartíminn um nokkra mánuði," segir Cecilía.

Ótrúlega þakklát fyrir það
Endurhæfingarferlið hefur verið erfitt, og ekki síður kannski andlega. Að missa það sem þú ert best í og finnst skemmtilegast að gera, það er ekki skemmtilegt.

„Þetta var svipað langt ferli og ef ég myndi slíta krossband. Það var ein önnur stelpa í liðinu sem sleit krossband tveimur dögum seinna og við vorum saman að koma til baka núna. Þetta var mjög erfitt í byrjun og maður má ekki gera mikið. Um leið og maður fékk að gera meira, þá varð þetta léttara," segir Cecilía.

„Að fá ekki að fara út í fótbolta með stelpunum á hverjum degi og að fá bara að fara inn í líkamsræktina, það er ótrúlega erfitt andlega. Núna kann ég að meta það miklu meira að fá að spila fótbolta. Ég er ótrúlega þakklát fyrir það."

Hvað var það sem hjálpaði henni mest að komast í gegnum þetta ferli?

„Ég kynntist kærastanum mínum eiginlega um leið og ég meiddist. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Hann var mikið úti með mér. Svo hafa allar stelpurnar í liðinu... við vorum mikið að gera hluti utan æfinga og það hjálpaði mikið. Fjölskyldan mín var líka dugleg að koma út og ég gat alltaf hringt í þau," segir markvörðurinn öflugi.

Sveindís mætt í stúkuna
Cecilía lék sinn fyrsta leik eftir meiðslin núna á dögunum þegar hún hélt hreinu í 4-0 sigri varaliðs Bayern gegn varaliðs Frankfurt í lokaumferð þýsku B-deildarinnar.

„Það var geggjað. Ég vissi ekki að ég væri að fara að spila fyrr en nokkrum dögum áður. Mig langaði strax að spila um kvöldið aftur," sagði Cecilía og brosti.

Sveindís Jane Jónsdóttir, sem spilar með Wolfsburg, lét sig ekki vanta í stúkuna og sá vinkonu sína snúa aftur.

„Hún var akkúrat þarna yfir helgina og það var gott að hafa hana og mitt fólk í stúkunni," sagði Cecilía.

Gott að koma aftur
Cecilía var kölluð strax aftur inn í landsliðshópinn og fær að vera í kringum liðið í þessu verkefni þar sem tveir leikir eru gegn Austurríki í undankeppni EM.

„Ég hugsaði að ef ég yrði tilbúin þá yrði ég klár ef kallið kæmi. Ég er þakklát að koma hérna inn. Ég hef verið lengi í burtu og var ekki að búast við miklu. En það er gott að koma inn, hitta stelpurnar, æfa og lengja aðeins tímabilið," segir Cecilía en að lokum var hún spurð út í þessa tvo leiki sem er framundan.

„Þetta eru ótrúlega spennandi leikir. Það er gaman að fá að keppa við Austurríki bæði úti og heima. Að fá að máta okkur við svona gott lið. Ég er ótrúlega spennt að koma heim líka og vonandi mæta margir í stúkuna."

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner