Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mið 29. maí 2024 11:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Lífið áfram gott í Lilleström - „Höfum fengið allt eins og venjulega"
Icelandair
Ásdís Karen á landsliðsæfingu í dag.
Ásdís Karen á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland spilar við Austurríki á föstudaginn.
Ísland spilar við Austurríki á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum allar mjög spenntar og stefnum á að ná góðum úrslitum úr báðum þessum leikjum. Við förum inn í þetta verkefni til að vinna," sagði Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag.

Framundan eru tveir leikir gegn Austurríki en með góðum úrslitum í þessum leikjum getur Ísland komið sér í kjörstöðu varðandi það að komast á EM.

„Það er alltaf rosalega gaman að koma og hitta stelpurnar. Við erum öll mjög hress hérna og tilbúin í þetta."

„Austurríki hefur spilað vel í undanförnum leikjum en við erum líka með mjög sterkt lið. Ég held að þetta verði góðir leikir, báðir tveir," segir Ásdís en hún fagnar því að fá kallið aftur í hópinn eftir að hafa komið inn í síðasta verkefni. „Það er mjög skemmtileg. Ég vil alltaf vera hérna."

Leikmennirnir finni ekki fyrir þessu
Ásdís er að spila í Noregi með Lilleström þar sem hún er í mikilvægu hlutverki, en það hefur gengið mikið á hjá félaginu á síðustu vikum. Lilleström er nálægt gjaldþroti og hefur gripið til nauðsynlegra ráðstafana vegna þess. Ásdís var í dag spurð út í stöðuna hjá Lilleström.

„Stemningin er bara mjög góð í liðinu. Við ættum kannski að vera komnar með fleiri stig en við erum með. Höfum verið svolítið óheppnar. Við höfum verið að spila vel," segir Ásdís en er staða félagsins að hafa mikil áhrif á hópinn?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Þegar fólk spyr mig um þetta, þá hugsa ég meira um þetta. Ég held að stelpurnar séu mjög fókuseraðar á að gera vel og reyna að fá eins mörg stig og við getum, sérstaklega þegar það er búið að taka stig af okkur. Þetta er reyndar bara eitt stig, en það er samt ömurlegt. Þetta er auðvitað leiðinlegt en félagið er að gera mjög vel í að láta okkur leikmennina ekki finna fyrir þessu."

Ásdís segir að lífið fyrir leikmennina sé áfram venjulegt, það sé borgað á réttum tíma og þess háttar.

„Við höfum fengið allt eins og venjulega. Það voru einhverjar fréttir um að við værum ekki að fá mat og eitthvað, en ég hef alveg fengið að borða (á æfingasvæðinu)," sagði Ásdís og hló. „Maður vonar að það haldist áfram svona."

Ásdís er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Lilleström. Hún kveðst vera ánægð með að hafa tekið þetta skref en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner