Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   mið 29. maí 2024 11:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Lífið áfram gott í Lilleström - „Höfum fengið allt eins og venjulega"
Icelandair
Ásdís Karen á landsliðsæfingu í dag.
Ásdís Karen á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland spilar við Austurríki á föstudaginn.
Ísland spilar við Austurríki á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum allar mjög spenntar og stefnum á að ná góðum úrslitum úr báðum þessum leikjum. Við förum inn í þetta verkefni til að vinna," sagði Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag.

Framundan eru tveir leikir gegn Austurríki en með góðum úrslitum í þessum leikjum getur Ísland komið sér í kjörstöðu varðandi það að komast á EM.

„Það er alltaf rosalega gaman að koma og hitta stelpurnar. Við erum öll mjög hress hérna og tilbúin í þetta."

„Austurríki hefur spilað vel í undanförnum leikjum en við erum líka með mjög sterkt lið. Ég held að þetta verði góðir leikir, báðir tveir," segir Ásdís en hún fagnar því að fá kallið aftur í hópinn eftir að hafa komið inn í síðasta verkefni. „Það er mjög skemmtileg. Ég vil alltaf vera hérna."

Leikmennirnir finni ekki fyrir þessu
Ásdís er að spila í Noregi með Lilleström þar sem hún er í mikilvægu hlutverki, en það hefur gengið mikið á hjá félaginu á síðustu vikum. Lilleström er nálægt gjaldþroti og hefur gripið til nauðsynlegra ráðstafana vegna þess. Ásdís var í dag spurð út í stöðuna hjá Lilleström.

„Stemningin er bara mjög góð í liðinu. Við ættum kannski að vera komnar með fleiri stig en við erum með. Höfum verið svolítið óheppnar. Við höfum verið að spila vel," segir Ásdís en er staða félagsins að hafa mikil áhrif á hópinn?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Þegar fólk spyr mig um þetta, þá hugsa ég meira um þetta. Ég held að stelpurnar séu mjög fókuseraðar á að gera vel og reyna að fá eins mörg stig og við getum, sérstaklega þegar það er búið að taka stig af okkur. Þetta er reyndar bara eitt stig, en það er samt ömurlegt. Þetta er auðvitað leiðinlegt en félagið er að gera mjög vel í að láta okkur leikmennina ekki finna fyrir þessu."

Ásdís segir að lífið fyrir leikmennina sé áfram venjulegt, það sé borgað á réttum tíma og þess háttar.

„Við höfum fengið allt eins og venjulega. Það voru einhverjar fréttir um að við værum ekki að fá mat og eitthvað, en ég hef alveg fengið að borða (á æfingasvæðinu)," sagði Ásdís og hló. „Maður vonar að það haldist áfram svona."

Ásdís er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Lilleström. Hún kveðst vera ánægð með að hafa tekið þetta skref en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner